Hugtakalisti

New customer? Sign up today!
New customer? Sign up today!
Hugtakalisti
Orðalistinn er gerður til að kynna þér hugtök um fyrirtækið og innihald framleiðsluvara. Til að slá upp sértöku hugtaki skaltu smella á fyrsta bókstafinn í orðinu. Þú þrengir þannig leitina og finnur hugtakið með auðveldari hætti. 

 

 

 

A | Á | B | C | D | E | É | F | G | H | I | Í | J | K | L | M | N | O | Ó | P | Q | R | S | T | U | Ú | V | W | X | Y | Ý | Z | Þ | Æ | Ö |

 

Acacia Senegal Gúmmíkvoða - náttúruleg afleiða sem veldur samdráttarverkun Face Lift Powder með Activator.

ageLOC® -  viðleitni Nu Skin® að takast á við einkenni öldrunar sem inniheldur vísindi sem bæði þróa og markaðssetja húðumhirðuvörur og fæðubótarefni sem bæði taka á einkennum öldrunar þar sem þau eiga upptök sín og útvortis einkennum þeirrar.

Allrahanda krydd (Pimenta dioica) - er krydd sem notað er af frumbyggjum í Mið-Ameríku til meðferðar við langvinnri, þurri eða sprunginni húð á fótum.

Blaðlilja (Aloe barbadensis) - er þekkt fyrir róandi og nærandi eiginleika sína.

Alfalípoksýra (Þíoktínsýra) - áhrifaríkt andoxunarefni sem er bæði vatns- og fituleysanlegt. Bætir útlit ójafnrar húðar og öra eftir bólur.

Alfahýdroxýsýra (AHA) - sýra sem eykur nývöxt húðfruma, dregur úr sýnileika fínni hrukka og stuðlar að mýkri og jafnari húð.

Amínósýrur - byggingarefni próteina. Líkaminn notar meira en 20 mismunandi amínósýrur til að framleiða ýmis prótein í vöðvum, hári, húð blóði og öðrum vefjum.

Aminogen - er vísindalega valið úrval 16 mismunandi amínósýra sem leggja til ómissandi byggingarefni húðar fyrir unglegra útlit.

Andoxunarkerfi - kerfi innan líkamans sem berst gegn sindurefnum. Andoxunarefni vinna saman, sum þeirra beint gegn samsöfnun sindurefna en önnur byggja upp andoxunareiginleika annarra.

Andoxunarefni - efni sem styður föngun sindurefna. Mörg algengra næringarefna hafa andoxunareiginleika.

AP-24® - einkaleyfisverndað munnhreinsiefni með dímetíkoni og þekjuefnum sem gefa mjúka og hreina tilfinningu fyrir tennur.

Arginíne - amínósýra sem hefur róandi áhrifa á húðina. Greiðir fyrir bata vegna álags á húðina.

arNOX - áhrifamikill sindurefnaframleiðandi sem finnst á yfirborði fruma og í líkamanum. arNOX er aldurstengt ensím sem talið er að styðji við öldrun húðar. Komið hefur fram að magn arNOX í líkama manna tengist útliti einstaklings.

arSuperMarkers - aldurstengd erfðamerki eða “arSuperMarkers” er hugtak sem Nu Skin® bjó til sem lýsir þeim þáttum innan líkamans sem hafa áhrif á hvernig við eldumst.

Askorbínsýra - hreint C-vítamín. Andoxunarefni sem verndar frumur líkamans, viðheldur heilbrigðri húð og er nauðsynleg sem hluti af vörnum líkamans.

Astaxantín - er karótenóíðið sem stendur fyrir rauða/bleika litnum í laxi, humri, rækju og átu. Samanborið við beta-karótín hefur astaxantín tvo virka hópa að auki.

Ava puhi úrdráttur (Zingiber zerumbet) - safi úr lauki ava puhi jurtarinnar. Hefur verið notaður um aldir af Pólínesum til að mýkja og næra hár.

EFST

 

Babassu olía (Orbignya oleifera) - unnin úr kjörnum babassu pálma. Notuð í marga ættliði af frumbyggjum Suður-Ameríku sem náttúrulegur rakaáburður.

Babassu duft (Orbignya phalerata) - í gegnum tíðina hafa Suður-Ameríkubúar mulið babassu hnetur í smágert silkikennt duft til notkunar í mat. Nú notað til að draga raka úr húð.

Bambus-útdráttur - öflug blanda andoxunarefna (blönduð með baunaþykkni og glúkósamíni) en sýnt hefur verið fram hún dragi úr sýnileika fínni lína og hrukka og eykur endurnýjun húðfruma sem leiðir til unglegri húðar.

Bentonít leir - þetta er náttúrulegur leir sem unninn er úr eldfjallaösku og virkar eins og segull sem fjarlægir dauðar húðfrumur og eiturefni, endurnýjar svo húðina með ferskum húðlit.

Beta-karótín - andoxunarjurtaefni sem má breyta í A vítamín í líkamanum eins og þörf er á. Beta-karótín er litarefni sem finna má í mörgum ávöxtum og grænmeti.
Brúnt þang - mjög ríkt af steinefnum, amínósýrum og andoxunarefnum. Styður upptöku og varðveislu raka.

Lífljóseindafræði - fag sem notar ljós til að mæla líferfðamerki í lifandi lífverum.

Lífaðgengi - það magn sem inntekin næringarefni eru nýtt af vefjum líkamans og notuð í sérstökum tilgangi.

Lífflavonóíð - er fjölskylda vatnsleysanlegra andoxunarefna sem finna má sem litarefni í fjölda ávaxta og grænmeti.

Hjólkrónufræolía - er afar góð uppspretta gammalínólsýru (GLA), sem er nauðsynleg fjölómettuð fitusýra sem hefur verið umbreytt í lífræðilega virkt efni sem stjórna og taka þátt í mörgum áríðandi verkefnum líkamans.

Krókalapparótarkraftur (Arctium lappa) - hefur verið notað við litaraftvandamálum. B vítamínablanda - vatnsleysanleg vítamín sem styðja við eðlilegt niðurbrot kolefna og próteina.

EFST

 

Kaktus - þykkni sem hjálpar til að halda húðinni rakri og geislandi.

 

Gulrótaþykkni (Daucus Carota Sativis) — Náttúruleg uppspretta A vítamíns sem styður við heilbrigt útlit húðarinnar.

Kalk - steinefnið sem mest er af í mannslíkamanum. Það er nauðsynlegt fyrir heilbrigði beina, styrk tanna, eðlileg taugaboðskipti, vöðvasamdrátt, eðlilega blóðstorknun, orkuefnaskipti og margskonar aðra líkamsstarfsemi.

Karótenóíð - er áríðandi flokkur fituleysanlegra andoxunarefna. Finnst í gnægð í náttúrunni og gefur mörgum ávöxtum og ýmsu grænmeti gula og appelsínugula liti. Dæmi um karótenóíð eru beta-karótín, lýkópen, lútín og astaxantín.

Gulrótaþykkni (Daucus Carota Sativis) - Náttúruleg uppspretta A-vítamíns sem styður heilbrigt útlit húðarinnar.
Setílaðir fitusýruestrar - algerlega náttúrulegt form fitusýru meðhöndluð með alkóhóli og notuð af líkamanum sem þeytiefni og smurningsefni.

Kamilluþykkni (Anthemis noblilis og Chamomilla recutita) - þekkt fyrir róandi, nærandi og mýkjandi áhrif.

Bitur kínversk gúrka - hluti Mormordica fjölskyldunnar. Einnig þekkt sem gâc ávöxtur. Þetta er næringarhlaðinn ávöxtur frá Suðaustur Asíu sem inniheldur mikið magn karótenóíðs.

Kínverskt lycium - er lítill rauður ofurávöxtur sem inniheldur andoxunarefni eins og zeaxantín, flavónóíð, beta-karótín og C vítamín.

Citrus aurantium amara - notað af ýmsum menningarsvæðum í Mainland Kína og Karíbahafi, sérstaklega Haiti, sem hressandi náttúrulegur lyktareyðir. Þó það sé upprunnið í Mainland Kína var Citrus aurantium amara flutt til Evrópu á elleftu öld. Ávöxtur Citrus aurantium amara (lítil appelsína nefnd Seville appelsína) varð afar vinsæll, ekki aðeins vegna hins góða sæta og súra bragðs en einnig vegna hins hressandi ilms og lyktareyðandi eiginleika.

Hnoðabergssóleyjarblöð (Clematis vitalba) - notuð í um margar kynslóðir af indjánum Ameríku til meðferðar á þurri, flagnandi húð.

Kóensím Q10 (CoQ10 eða Ubiquinone) - er áríðandi tengsla-andoxunarefni með getu til að endurnýja og styðja önnur andoxunarefni. Á húð gefur Q10 kóensímið húðfrumunum nauðsynlega orku til að hafa geislandi unglegt útlit. Fæðubótarefni sem innihalda Q10 kóensímið styðja einnig innri frumuorku sem sérstaklega er góð fyrir heilsu hjarta og æða.

Kollagen - prótein sem gefur húðinni og öðrum vefjum líkamans stuðning, styrk og teygjanleika.

Broddmjólk - broddmjólk er fyrsta mjólk móður eftir fæðingu afkvæmis hennar. Öðruvísi en venjuleg mjólk að því leiti að hún hefur hærra innihald próteina sem styðja ónæmi. Rannsóknir sýna að broddmjólk nautgripa styður ónæmiskerfi manna.

Litarlaus karótenóíð (kraftur úr Dunaliella Salina) - einstakt andoxunarefni sem framleitt er úr þörungum sem vaxa í miðjarðarhafinu. Eykur vernd húðarinnar gegn váhrifum í umhverfinu.

Eir - er áríðandi snefilefni sem eru nauðsynleg fyrir starfsemi margra ensíma. Styður járnflutning í líkamanum og mótun kollagens- og beinvefja.

Cordyceps sinensis - sveppur sem rómaður er í Mainland Kína frá fornu fari af því að styrkja kraft og úthald.

Cordyline terminalis - Lauf hawaíska ti runnans sem rómaður er af pólínesum fyrir róandi áhrif þeirra á húðina.

Hárbörkur - umlykur merg hársins. Börkur hársins gefur því sérstaka eiginleika eins og teygjanleika og bylgjur (krullur). Börkurinn innheldur einnig melanín agnir, litarefni hársins sem verður til þegar hárið vex í hársekknum.

Baðmullarblóma-útdráttur - jafnar hornhúðina, verndar byggingu hornefnisins og heldur því náttúrulega röku með sjö samvirkum fásykrum.

CS7 - jafnar hornhúðina og gefur henni ljóma sem endist í nokkra þvotta.

Hornhúð - er ysta lagið á hverju hári. Hornhúðin er sá hluti hársins sem hefur mestan styrk hártrefjanna. Gerð úr flötum frumum, sem skarast eins og þakskífa eða hreistur á fiski, verndar hornhúðin innri lög hársins fyrir skemmdum.

EFST

 

DHA (Dókósahexensýra) - er ómega 3 ómissandi fitusýra sem er áríðandi fyrir taugakerfið. Fiskolía (lýsi) er góð uppspretta DHA.

Tví- og þrípeptíð - sem unnin eru úr vatnsrofnu hrísgrjónapróteini, bæta bataferli húðar eftir álag, örva nýfrumuframleiðslu og endurnýjun húðpróteina sem auka stinningu húðar og draga úr línum og hrukkum.

DNA (Deoxýríbósakjarnsýra) - erfðaefnið sem finnst í næstum öllum frumum mannslíkamans. DNA innheldur erfðaupplýsingarnar sem nauðsynlegar eru til að viðhalda lífveru. DNA finnst venjulega sem tvístrendingur sem helst þétt saman og skapar tvöfaldan gorm.

 

 

Jónalausn - hlaðin atóm sem fær eru um að leiða rafstraum í líffræðilegum vökva, sem er nauðsynlegur fyrir taugaboð og vöðvasamdrátt.

EPA (Eikósapentensýra) - ómega 3 nauðsynlega fitusýru sem áríðandi er fyrir góða heilsu tauga-, hjarta- og æðakerfi. Fiskolía (lýsi) er góð uppspretta EPA.

Ethocyn® - andöldrunarefni undir einkarétti sem bætir teygjanleika húðarinnar. Lykilefni stinnrar húðar.

Þjóðgrasarækt - plöntur notaðar af frumbyggjum til að bæta húð.

Ilmviður - blandaður við mentol eða piparmintuolíu til að gefa kælandi og hressandi tilfinningu á húðinni sem og djarfan upplífgandi ilm.

Kvöldvorrósarolía (Oenothera biennis) - er uppspretta gammalínólsýru og línólsýru, sem eru báðar eru gagnlegar fitusýrur.

EFST

 

Flavónóíð - Áríðandi flokkur andoxunarjurtanæringarefna. Áætlað er að það séu yfir 600 mismunandi flavónóíð til staðar í mat og drykkjum, ásamt catesín í grænu tei, sítrus líf-flavoníð, kúercetín, ísóflavón úr soja, vínberjafræsafa og resveratról.

Hörfræja lignans - jurtanæringarefni sem almennt finnast í heilum hörfræjum. Hörfræja lignans geta verið gagnleg fyrir heilsu við tíðahvörf.

Sindurefni - óstöðugar sameindir í líkamanum sem leita, ráðast á og skemma nágrannasameindir, sem valda áframhaldandi keðjuverkun sindurefnamótunar og skemmda sameinda. Þessi keðjuverkun getur leitt til skemmda frumuhimna, DNA og vefjapróteina.

EFST

Genaþyrping ungdóms - virkur hópur gena sem deila eiginleikum sem tengjast því að líta unglega út. Genaþyrping ungdóms eru helstu arSuperMarker.

 

Gen - grunneining erfða lífvera. Gen eru starfandi hlutar DNA sem innifela upplýsingarnar sem byggja viðhalda og endurnýja frumur og láta eiginleika ganga að erfðum til afkvæmis. Sumir þessara eiginleika eru umsvifalaust sjáanlegir, s.s. augnlitur eða fjöldi útlima og sumir koma fram síðar í lífinu, s.s. hraði öldrunar, heilsa.

Ginkgo biloba - jurtakraftur úr ginkgo trénu sem þekkt er fyrir gagnsemi hinna sterku andoxunarefna sinna.

Ginkgo flavonglýkósíð - hópur jurtanæringarefna sem finnast í ginkgo biloba laufi. Ginkgo flavonglýkósíð eru þekkt fyrir að hafa kraftmikila andoxunareiginleika.

Glúkónólaktón - pólýhýdroxýsýra sem finnst náttúrulega í húðfrumum. Vegna sameindasamsetningarinnar er það viðkvæmt og óertandi fyrir húðina á meðan það leggur til klínískt prófaða eiginleika gegn öldrun s.s. vernd andoxunarefna, rakagjöf og húðlag.

Glúkósamín - kraftmikil and-öldrunarblanda (blönduð með bauna- og glúkósamínskrafti) sem sýnt er að dregur úr sýnileika fínni lína og hrukka og eykur endurnýjun húðfruma sem leiðir til unglegri húðar.

Kraftur vínberjafræja (Vitis vinfera) - kraftmikið andoxunarefni. Verndar gegna sindurefnum.

Grænt te (Camellia oleifera og Camellia sinensis) - andoxunarefni sem hefur sefandi áhrif á erfiða húð og jafnar út húðtóna. Grænt te hefur sérstaklega hátt stig pólýfenóls andoxunarefna. Einnig þekkt sem Thea sinensis kraftur.

EFST

 

Hitaáfalls prótein - einstök tækni sem eykur getu húðarinnar til að verjast hita og UV álagi, til að tryggja bestu heilsu fruma.

Hawaírósarkraftur (Hibiscus rosasinensis) - notaður um alla Pólinesíu, Suðaustur-Asíu og Mið- og Suður-Ameríku til ídælinga til hreinsunar, mýkingar og sefunar.

HMW blanda - þessi einstæða Nu Skin® innihaldsefnablanda innifelur kraft hypnea musciformis, búrótarkraft og dúnurt. Hún sefar og róar húðina.

Hestakastaníuhneta (Aesculus hippocastanum) - kraftur úr blómguðu tré sem hressir og endurnærir húðina.

Hýalúransýra - rakagefandi efni sem finnst náttúrulega í húðinni. Valið vegna eiginleika sinna að binda raka í yfirlagi húðar.

Hýdroxýtýrósól - pólýfenól sem étur sindurefni og finnst í extra jómfrúrolíu sem styrkir slétta lýtalausa húð.

EFST

 

IB R-Dormin® (Narcissus tazetta kraftur) - náttúrulegt efni í hátíðarliljuhnappinum. Vísindalega sýnt að auki endingu fruma og bæti náttúrulegar varnir húðarinnar gegn árásum úr umhverfinu.

Járn - málmur sem nauðsynlegur er til flutnings súrefnis með rauðu blóðfrumunum. Styður einnig skiptingu fruma og ónæmiskerfi.

Ónæmisglóbúlín - almennt hugtak um mótefni. Sem andsvar við framandi efnum, framleiða öll spendýr þessi sérstöku ónæmisprótein.

EFST

 

Glóðarlísa - finnst í Norður-Ameríku og hefur verið notuð af frumbyggjum þar til að sefa og róa óþægindi í húð.

Táragraskraftur (Coix Lacryma-Jobi) - unnin úr fræjum skrautgrass. Hefur verið notað í Asíu í gegnum tíðina til að sefa húðina.

Jojoba olía (Simmondsia chinensis) - er náttúrulegur rakagjafi úr fræjum eyðimerkurrunna sem sem gefur hári og húð mýkt í snertingu og útliti.

 

Kaolin - er náttúrulegur leir sem sýgur í sig umframfitu og önnur óhreinindi úr húðinni.

Kelpadelie kraftur (Macrocystis pyrifera) - kraftur brúns sjávarþangs. Styður varðveislu kollagens og teygjanleika unglegrar húðar.

Átuolía- lýsi sjávarlífvera sem býður náttúrulega blöndu fosfórlípíða sem hafa mikið magn EPA og DHA ómissandi fitusýranna.

 

Mjólkursýra - sjá alfahýdroxýsýra.

Lactobionicsýra - pólýhydroxýsýra sem er náttúrulega í húðfrumum. Hefur bætt húðlit og endurnýjun fruma án húðertingar í klíníksum rannsóknum.

Lofnarblómskraftur (Lavandula angustifolia) - notað síðan í fornöld sem hreinsunarefni.

Lakkrískraftur (Glycyrrhiza glabra root) - hefur róandi áhrif á húðina og dregur úr óreglulegu litarafti.

Lípókarótín - mjög lífaðgengilegt net karótenóíða og fitusýra sem finna má í gâc ávöxtum. Fitusýrur í lípócarótínum heimila skilvirka upptöku og flutning karótína.

Lútín - gult karótenóíð sem finna má í mörgum ávöxtum og grænmeti. Finnst í miklu magni í sjónhimnunni, veitir andoxunarvernd með því að sía skaðleg áhrif orkumikils blás og nærri útfjólublás ljóss.

EFST

 

Magnesíum - steinefni sem áríðandi er fyrir beinauppbyggingu og frumuskil, tekur einnig þátt í orkuefnaskiptum, taugaboðum og vöðvasamdrætti.

Möndlusýra- alfahýdroxýsýra úr jurtum. Dregur úr sýnileika fyrri útbrota með varlegri húðslípun sem afhjúpar mýkri hreinni húð.

Mangan - næringarlega ómissandi málmur, nauðsynlegur fyrir nokkur ensím, ásamt, mangan superoxíð dismutasa. Hefur hlutverk í efnaskiptum orkuframleiðslu, beinvexti, og oxunarvernd.

Morgunfrúrkraftur - kraftur sem róar og nærir húðina.

Sjávarkísilþörungar (Diatomaceous earth) - fínar agnir úr svifþörungum sem notaðar eru til að slípa varlega af dauðar húðfrumur.

Kraftur úr sjávarfisklýsi - olía með miklum EPA og DHA, omega 3 og omega 9 (oleic) fitusýrum og áhrifamiklum andoxunrefnum s.s. E vítamíni.

Fenjablómsfræolía (Limnanthes alba) - náttúrlegar mýkingarefni. Gefur húð raka og mýkir hana.

Mentha arvensis -náttúruleg vilt minta sem kælir og endurnærir húðina. Notað af frumbyggjum í suðvesturhluta Bandaríkjanna.

Snefilefni - næringarefni sem við þurfum aðeins í litlu magni, eins og vítamín og steinefni. Snefilefni sinna hundruðum lífsnauðsynlegra verkefna í líkamanum.

Steinefni - ómissandi snefilefni sem þörf er á í fæðunni vegna þess að líkaminn getur ekki framleitt þau. Þau vinna sem samverkandi þættir og styðja framleiðslu eðlislægra andoxunarefna í líkamanum.

Mullein (Verbascum thapsus) - blómstrandi planta með heimili í suðvesturhluta Bandaríkjanna sem hefur verið notuð af frumbyggjum vegna róandi áhrifa hennar.

Sveppakraftur (Fomes officinalis) - náttúrulegt herpiefni sem sýnt er að hefur aukið stífni um leið og dregið úr sýnileika svitahola.

EFST

 

NaPCA (Natríum PCA) - rakaefni sem laðar að og bindur raka við húðina.

Náttúrulegar drápfrumur - sérhæfðar frumur sem laðast að sérstökum óæskilegum frumum í líkamanum.

Náttúrlegir sterólar - geta haldið miklu vatni og veita hári raka og mýkt.

Nu Skin Force for Good Foundation® - eru hjálparsamtök sem beita sér fyrir betri heimi fyrir börn með því að vernda menningu frumbyggja, vernda viðkvæma náttúru, fjármagna læknisfræðilegar rannsóknir á alvarlegum veikindum, sinna hjálparstarfi af mannúðarástæðum með því að gefa 0.25 bandaríkjadal með hverri sölu á þjóðgrasaræktunarvörum Nu Skin®, Epoch®.

EFST

 

Estrógenísk - með a.m.k. eina virkni sem líkist estrogenískri. Plöntuestrógen hafa möguleika á því að beita æskilegum estrógenískum áhrifum án þess að beita neikvæðum estrógenískum áhrifum.

Óligópeptíð - bætir útlit vara og fyllingu þeirra með stuðningi við kollagen framleiðslu.

Ómega 3 fitusýrur - annar tveggja tveggja flokka fitusýra sem eru ómissandi fyrir næringu manna (hin er ómega 6). Ómega 3 fitusýrurnar, eikósapentensýra (EPA) og dókósahexensýra (DHA), eru áríðandi fyrir venjulega ónæmisvirkni, hjarta- og æða heilbrigði, viðhald eðlilegs blóðþrýstings, heilastarfsemi og heilbrigði húðar.

Oxun - viðbragðaaðgerðir sindurefna gegn frumum líkamans. Með tímanum verða hinar oxuðu frumur veikari og síður færar um að endurnýja sig fullkomlega.

EFST

 

Panþenól - meðlimur í B vítamín fjölskyldunni. Raka- og næringargjafi sem blæs nýju lífi í húð og hár.

Palmitoyl pentapeptíð-3 - sendir öldrunarumbreytingarmerki til kollagenframleiðslufruma til að draga úr framkomu miðlungs til djúpra lína.

Papaín - ensím frá hitabeltisávextinum papaya sem hjálpar til að forða uppsöfnun í svitaholum.

Gulertukraftur - kraftmikil and-öldrunarblanda (blönduð með bambuskrafti og glúkósamíni) sem sýnt er að dregur úr sýnileika fínni lína og hrukka og eykur endurnýjun húðfruma sem leiðir til unglegri húðar.

Piparmintuolía (Mentha piperita) - náttúruleg jurtaolía sem kælir, hressir og örvar húðina.

Lesiþín - unnið úr soja. Hjálpar til við vernd frumuhimna og sveigjanleika húðar.

Fosfatíð - er stærstur hluti frumuhimnunnar í öllum frumum líkamans. Þau eru ómissandi fyrir allar nauðsynlega starfsemi fruma og stuðla að réttri starfsemi heila.

Photosóm - DNA ensím unnin úr sjávarsvifi. Þau verja og styðja innri DNA bata húðarinnar og styðja lagfæringar ummerkja sólarskemmda. Lípíðhjúpun veitir aukið lífaðgengi.

Plöntuestrógen - estrógenlík efni sem finna má í sumum jurtum. Plöntuestrógen hafa mild estrógenlík áhrif og bindast estrógen móttökum í líkamanum til að móta áhrif af eigin estrógeni líkamans.

Plöntunæringarefni - plöntuefni sem komið hefur í ljós að hafa eiginleika sem geta orðið líkamanum til hagsbóta, s.s. andoxunareiginleika. Plöntunæringarefni fela í sér ísóflavón, nes, karótenóíð, flavónóíð and catesín.

Furuköngulskraftur - kraftur sem hjálpar húðinni að haldast rakri og geilsandi.

Pistasíuolía (Pistacia vera) - hnetuolía sem er rík í fitusýrum sem mýkja húðina og veita henni raka.

Fjölhýdroxysýrur (PHA) - sjá glúkonólaktón og laktóbíonicsýra.

Fjölliðutækni- skapar heilan froðuhjúp sem á þyngdarlaust býður mjúka, langvarandi, vernd sem byggja má á, án notkunar á vaselíni eða þungu vaxi.

Fjölfenól - hópur jurtaefna, sem sum hafa eiginleika andoxunarefna. Fjölfenól finnast í húð sumra ávaxta og í grænu tei í formi catesíns.

Granatepli - þungrauður ávöxtur með fjölda fræja, upprunninn í Persíu. Uppspretta andoxunarefna sem styðja ónæmis-, hjarta- og æðaheilbrigði.

Kalíum askorbýl tókóferýl fosfat - ofurandoxunarefni búið til með bindingi C og E vítamína í eitt efni sem hefur einstaka viðnámsgetu við sindurefnum.

Premocin - innihaldsefni undir einkarétti sem setur Tru Face® innihaldsefnin þar sem þau geta orðið að mestu liði.

Pro-kollagen peptíð - senda öldrunarumbreytingarmerki til kollagenframleiðslufruma til að draga úr framkomu miðlungs til djúpra lína.

Prótein - efni úr amínósýrum sem innihalda kolefni, vetni, súrefni, köfnunarefni og stundum aðrar sameindir. Notuð af líkamanum til byggingu vefja, prótein má finna í kjöti, eggjum, mjólkurvörum, hnetum, korni, ávöxtum, og grænmeti.

Próteinkljúfandi ensím - hópur ensíma, unnin úr jurtaefnum, s.s. ananas og papaya.

Risagraskerjaensím (Lactobacillus/Curcurbita pepo gerjaður ávaxtakraftur) - prótínsundrandi ensím, unnin úr graskerjum sem hjálpar til við húðslípun og brottnám dauðra húðfruma.

EFST

 

Quadrinone - náttúrulegt efni undir einkaleyfi sem klínískt hefur verið sannað að dregur úr roða, kláða, sviða og bruna sem tengist óþægindum í húð.

Quercetin - eitt algengasta og mest rannsakaða flavónóíðið, finnst í flestum ávöxtum og grænmeti. Veldur margskonar heilsuhagsbótum eins og andoxun, frumuheilbrigði og hjarta- og æðaheilbrigði.

 

Reishi sveppur (Ganoderma lucidum) - þessi sveppur hefur verið notaður í Mainland Kína í yfir 2000 ár til að styðja náttúrulegt ónæmiskerfi líkamans.

Retínól - hreint form A vítamíns sem sléttar fínar línur og hrukkur, eykur hreinleika húðar og veitir yfirbragð geislandi heilbrigði.

Rútín - flavónóíð sem finnst í mörgum ávöxtum og jurtum. Veitir stuðning við andoxun og viðheldur heilbrigðu hjarta- og æðakerfi.

EFST

 

Sykrungsísomerat - bindur raka í húðinni, minnkar þurrk og gefur húðinni heilbrigða geislun.

Salisýlsýra - betahýdroxýsýra sem styður slípun húðar. Bæði notað gegn öldrun og bóluútbrotum.

Sjávarþari- jafnar og nærir húð.

SeaLastin (Chlorella vulgaris kraftur) - unnið úr þörungum sem ræktaðir eru úti fyrir Frakklandsströnd. Verndar og styður byggingarefni húðarinnar.

Selen - ómissandi í starfsemi ensímsins glútaþíón peroxíðasi sem tekur þátt í vernd stofnhluta fruma fyrir oxunarskemmdum sem sindurefni vetnisperoxíðs valda.

Shea-smjör (Butyrospermum parkii) - er sterkt mýkingarefni sem styrkir náttúrulegar varnir húðarinnar og eykur rakastig.

Síberíuananas - lítið gult eða appelsínugult ber með hæsta náttúrulegt magn karótenóíða, tókóferóla, C vítamína og flavónóíða. Einnig ríkt í ýmsum öðrum vítamínum, ásamt B1, B2 og K vítamíni.

Sisku’pas (Tsuga heterophylla) - notað af frumbyggjum í norðvesturströnd Bandaríkjanna vegna sefandi áhrifa á húðina.

Skin Carotenoid Score (SCS Karótenóíðeinkunn húðar (SCS)) - einkunnin sem reiknuð er af Pharmanex® BioPhotonic skannanum. SCS einkunnin gefur umsvifalausa ábendingu um hvert er karótenóíð innihald húðarinnar. Þessi einkunn er vísbending um almennan styrk andoxunarefnakerfis líkama þíns.

Soya lípíð (Glycine soja) - verndar hin viðkvæmu rakaskil húðarinnar. Hjálpar húðinni að haldast mjúk og rök.

Squalane - unnið úr ólívuolíu. Líkist efnafræðilega húðfitu, sem gerir það afar góða húðnæringu.

Jarðaberjakraftur (Fragaria vesca) - hjálpar við sefandi áhrif á húðina og dregur úr sýnileika svitahola.

Sólarvörn - virk innihaldsefni sem hjálpa við varnir gegn sólarskemmdum með því að draga úr útfjólublárri geislun.

Aukaefnataka - taka heilsusamlegra næringarefna í hylkja-, tafla-, duft- eða vökvaformi auk þess að neyta góðrar og hollrar fæðu.

EFST

 

Tēgreen 97® (Camellia sinensis) - andoxunarefnið Pharmanex® sem er undir einkaleyfi og hjálpar við vernd húðarinnar fyrir oxandi sindurefnum.

Terpenlaktón - terpenlaktón eru jurtanæringarefni sem ekki eru flavónóíð og finnast í Ginkgó bilóba. Þau eru þekkt fyrir að hjálpa við blóðrásina til heilans og bætta vitsmunaheilsu.

Þeóbróma kakó (Cocoa) kraftur - jurtakraftur sem ríkur er af þeóbrómíni, sem hefur reynst hjálplegt við megrun.

Þeóbrómín - inniheldur sameind sem sýnt er að ræðst á tiltekin ensím í fitufrumum. Með því að ráðast á þetta ensím bætir það niðurbrot fitu.

Tókóferól - hreint E vítamín, eitt af sterkustu andoxunarefnunum til að vernda húðina gegn sindurefnum.

Snefilsteinefni - steinefni sem eru áríðandi fyrir lífeðlisfræðilega starfsemi og þörf er á í mjög litlu magni. Dæmi um það eru m.a. járn, sink, kopar og selen.

Tricalgoxyl® (fásykrur, súlfatsaltaðar í þangi) - unnið úr brúnum þörungum. Rík af fjölsykrum, sem gefa besta aðstæður fyrir gnægð hárs.

EFST

 

Karbamín - mjög virkur áhrifaríkur rakagjafi. Karbamín smýgur djúpt inn í ysta lag húðarinnar til að verja skemmda húð og gefa henni raka. Í meira magni getur karbamín dregið úr hreystri og siggi.

EFST

Vítamín-A - sjá retínól.

Vítamín-B- fjölskylda vatnsleysanlegra næringarefna sem nauðsynleg eru fyrir orkuframleiðslu og efnaskipti fruma. Innifelur þíanín, ríbóflavín, níacín, pantóþensýra, pýridoxín, bíótín, fólínsýra og kóbalamín.

Vítamín-C - sjá askorbínsýra.

Vítamín-D - fituleysanlegt næringarefni úr matvælum eða framleitt í húðfrumum þegar þær njóta sólskins. Nauðsynlegt fyrir bein og frumuheilbrigði. Myndun D vítamíns í húðinni með sólarljósi er ekki næg til að vera fullnægjandi í Evrópulöndum, sérstaklega á vetrarmánuðum þegar minna er um sólskin.

Vítamín-E - sjá tókóferól.

Vítamín-K - þetta fituleysanlega næringarefni er þátttakandi í steinefnabyggingu beina og eðlilegri blóðstorknun.

Vítamín - ómissandi snefilefni sem þörf er á í fæðunni vegna þess að líkaminn getur ekki framleitt þau. Vítamín geta verið andoxunarefni og kóensím, efnasambönd sem nauðsynleg eru fyrir ýmis viðbrögð innan líkamans.

EFST

 

Valhnotuskeljarduft (Juglans regia) - mulið úr enskri valhnotu til að útbúa nærgætið slípiduft fyrir mýkri húð.

Kraftur úr hvítu tei (Camiellia sinensis) - andoxunarefni með hátt hlutfall catesína, verndar og styður náttúrulega mótstöðu húðarinnar.

Hvítvíðisbörkur - náttúruleg uppspretta salisíns til að bæta jafnvægi prostaglandína fyrir heilbrigði liðamóta og þægindastig þeirra.

 

 

Vallhumall (Achillia millefolium) - jurtakraftur sem hefur sefandi áhrif á húðina.

EFST

 

Sink- snefilsteinefni sem eru ómissandi fyrir meira en 70 ensímaviðbragða í líkamanum. Sink verndar gegn sindurefnum, leggur að mörkum við eðlilegt heilbrigði beina og hefur áríðandi hlutverk í ónæmiskerfinu.

Sink PCA - dregur úr húðfitu.

Join Nu Skin My Account