Vitameal: Meira en máltíð

New customer? Sign up today!
New customer? Sign up today!

VitaMeal - Meira en bara máltíð

Vannærð börn fara á mis við bráðnauðsynleg næringarefni í fæðu sinni,  sem getur hamlað eðlilegan vöxt heilans, beina og ónæmiskerfisins. Megnið af  matargjöfum af mannúðarástæðum er kornmeti, svo sem maís, sem skortir ákveðin  næringarefni sem nauðsynleg eru heilbrigðum vexti.

 

VitaMeal er sérstaklega þróað fyrir vannærð börn  og fjölskyldur og er framleitt af Nu Skin® - fyrirtæki með  yfirgripsmikla reynslu á sviði næringarfræða. Eftir að hafa unnið með sérfræðingi í vannæringu barna í  þróunarlöndum, þróaði Nu Skin® VitaMeal sem inniheldur ekkert kjöt eða mjólkurafurðir og auðvelt er að bæta við  meira hráefni til að laga að smekk og menningu ólíkra hópa. Hver VitaMeal poki inniheldur  30 barnamáltíðir, eða nógan mat til að veita barni eina næringarríka  máltíð á dag í einn mánuð.

 

VitaMeal hefur að geyma:

  •    Jafna blöndu af kolvetni, prótínum, fitu og trefjum
  •    Fitusýrur sem nauðsynlegar eru til að viðhalda eðlilegri virkni heilans, húðheilsu og vörnum ónæmiskerfisins
  •    Rafkleyf efni til að viðhalda eðlilegu vökvajafnvægi og vöðvavirkni
  •    25 nauðsynleg vítamín og steinefni, þar á meðal A-vítamín fyrir sjónina og ónæmiskerfið, auk
       næringarefna sem eru nauðsynleg eðlilegum vexti og beinauppbyggingu