Malawi Project

New customer? Sign up today!
New customer? Sign up today!

Malaví Verkefnið

MEIRA EN MATUR Í MALAVÍ

 

2004 ákváðum við að gera meira en bara að fæða fólk og ætlum að reyna að veita Malavíbúum langtímaaðstoð svo þeir geti búið að betri framtíð fyrir sig og fjölskyldur sínar. 

Lýðveldið Malaví er landlukt ríki í SA-Afríku og er eitt af minnst þróuðu og þéttbýlustu löndum heims.  Af þeim 15 milljónum sem búa í Malaví er áætlað að þrjú af hverjum 10 börnum muni deyja fyrir fimm ára aldur. Lífslíkur barns sem fætt er 2009 er eingöngu 50 ár, aðallega vegna næringarskorts og sýkinga.

Um það bil tvær milljónir barna í Malaví eru munaðarlaus og ófær um að sjá fyrir sér eða systkinum sínum.

Með hjálp Malawi Project sem eru góðgerðarsamtök með það að leiðarljósi síðan 1993 að aðstoða fólk í Malaví og Napoleon Dzombe, innlendur leiðtogi sem tryggir að VitaMeal pokar skili sér til þeirra sem þurfa mest á þeim að halda, hefur Nu Skin® tekist að fjármagna uppbyggingu VitaMeal framleiðslustöðvar í Lilongwe, höfuðborg Malawi. 

Framleiðslustöðin opnaði í nóvember 2004 og framleiðir VitaMeal ristaðan maís-og sojabaunagraut, matur sem Malavíbúar eru vanir að borða. VitaMeal vinnslustöðin hefur eflt efnahag Malaví, skapað um 400 ný störf fyrir bændur sem rækta hráefnið og starfsmenn vinnslustöðvar sem framleiða VitaMeal grautinn.

Í dag framleiðir Madalitso VitaMeal stöðin yfir tvær milljónir máltíða á mánuði, sem færir munaðarlausum í Malaví nauðsynlega næringu og dregur fjölmörg börn í skólanám sem annars myndu þurfa að vinna fyrir fjölskylduna.

Síðan 2004, hafa öll Evrópuframlög Nourish the Children® gengið beint til vannærðra barna í Malaví og bætt tilveru þeirra til muna.