Seeds of Hope

New customer? Sign up today!
New customer? Sign up today!

Seeds of Hope

Þeir sem hafa heyrt um Epoch® Baobab Body Butter hafa eflaust líka heyrt um Malawi Seeds of Hope verkefnið. Við hverja sölu á Epoch® Baobab Body Butter, mun Nu Skin Enterprises leggja til 0,25 Bandaríkjadali til Nu Skin Force for Good Foundation® sem fara í að fjármagna Malawi Seeds of Hope verkefnið. Þessir sömu 0,25 dalir munu fara í að kaupa og gróðursetja ýmsan mikilvægan og nytsamlegan trjágróður fyrir Malavíbúa, þar á meðal apabrauðstré (baobab) og ávaxtatré. Malaví er með hæstu tíðni skógareyðingu í heiminum í dag og það er brýn þörf fyrir enduruppbyggingu og vörslu á þessari dýrmætu náttúruauðlind.

Í maí 2015 hafa meira en 550.000 tré verið gefin til þorpa í Malaví þökk sé framtaki þeirra dreifingaraðila og viðskiptavina sem höfðu keypt Epoch® Baobab Body Butter.

Gróðursetning trjáa er endurnýjanleg auðlind sem mun gagnast íbúum Malaví á marga vegu. Til skemmri tíma munu tréin veita þeim mat og hráefni. Meðal langtímakosta trjáanna má nefna geymslu, forsælu og næringu í jarðveg. Sem dæmi má nefna að laufblöð apabrauðstrésins eru nýtt til manneldis og fæst fyrsta uppskera aðeins einu ári eftir að ungplöntu hefur verið plantað. Innan fimm ára hafa tréin byrjað að bera ávöxt, sem einnig má borða eða selja. Úr berki trésins má vinna trausta og endingargóða trefja sem síðan má nýta við gerð garns, reipis eða annars byggingarefnis. Trjábörkurinn vex aftur og má uppskera á tveggja til fimm ára fresti.

Í heittempruðu loftslagi Malaví er súrefnislosun og rakaþéttni trjáanna nauðsynleg við myndun rigningar sem ver fólkið og landið gegn þurrkum og hungursneið. Að auki, dregur rótarkerfi trjánna' úr niðurbroti jarðvegs og jarðvegseyðingu, á meðan tréin sjálf veita skugga frá sólinni og verja menn og skepnur.

Seeds of Hope verkefnið, sem er hluti af Nu Skin Force for Good® stofnuninni, hefur þegar gert Malavíbúum kleift að byggja upp sjálfbæra matarframleiðslu og fyrirbyggja hungursneyð. Í gegnum þessa skógrækt, getum við aðstoðað við endurnýjun verðmætrar auðlindar, auk þess að verja og bæta umhverfið.