Blake Roney

New customer? Sign up today!
New customer? Sign up today!

Blake Roney

Stjórnarformaður

Blake Roney er stjórnarformaður Nu Skin Enterprises. Blake var einn af stofnendum fyrirtækisins og starfaði sem framkvæmdastjóri frá stofnári þess 1984 þar til 1996 þegar hann tók við formannsstöðu. Í dag er Nu Skin Enterprises eitt stærsta fyrirtæki í beinni sölu í heimi og vörur þess eru seldar á 48 mörkuðum um alla Ameríku, Evrópu og Asíulönd við Kyrrahafið. Hlutabréf fyrirtækisins eru skráðir í New York kauphöllinni (NYSE). Nu Skin Enterprises býður upp á einstök viðskiptatækifæri og sérhæfir sig í neysluvörum og þjónustu í beinni sölu. Nu Skin Enterprises hefur markaðsett snyrtivörur, næringarefni og tæknivörur.

 

Blake Roney útskrifaðist með gráðu í viðskiptarekstri frá Marriott School of Management á vegum Brigham Young háskólans árið 1983. Árið 2004, var Roney valinn einn af 100 áhrifamestu einstaklingum í Utah af Utah Business tímaritinu. Árið 2003 var hann gerður að heiðursdoktor í hugvísindum við Salt Lake Community College. Hann á átta börn, er virkur í félags- og háskólastarfi og ýmsum kirkjusamtökum.