Cookie Policy

STEFNA VEFSVÆÐIS NU SKIN UM KÖKUR

Nu Skin notar kökur og aðra tækni til gagnasöfnunar fyrir ákveðna hluta vefsvæðis okkar.

 

Kaka er lítil eining með gögnum, send frá vefsvæði okkar og geymd á tölvunni þinni, sem hjálpar við að sérsníða vefupplifun þína. Hún hjálpar vefsvæðinu að muna upplýsingar um heimsókn þína, eins og það tungumál sem þú kýst, svo þú þurfir ekki að slá þessar upplýsingar aftur inn næst þegar þú heimsækir sama vefsvæði. Sumar kökur tryggja að myndefni á vefsvæði birtist rétt á meðan aðrar sjá til þess að forrit á vefsvæði virki rétt.

 

Kaflinn hér að neðan lýsir í smáatriðum þeim flokkum af kökum sem við notum á vefsvæði okkar, ástæðunni fyrir því að við notum þær og hvernig þú getur breytt kjörstillingum þínum.

 

Nu Skin notar eftirfarandi gerðir af kökum:

Flokkur notkunar

Dæmi

Öryggi

Við notum kökur í öryggisskyni þegar þú skráir þig inn til að auðkenna notandanafn þitt og aðgangsorð, til að koma í veg fyrir að innskráningarupplýsingar þínar séu notaðar í sviksamlegum tilgangi og vernda gögnin þín fyrir óviðkomandi aðilum.

 

Til dæmis er JSESSION kaka sem myndast í lotu notanda til að tryggja örugga upplifun.

Kjörstillingar

Við notum kökur fyrir kjörstillingar til að muna hvernig þú vilt að síðan virki, eins og það tungumál sem þú kýst, svo þú þurfir ekki að slá þessar upplýsingar aftur inn næst þegar þú heimsækir sama vefsvæði. Einnig er hægt að nota þær fyrir ákveðna virkni vefsvæða eins og til að muna innskráningarupplýsingar.

 

Við notum til dæmis kökuna LANGUAGE til að vista það tungumál sem notandi valdi í fyrstu heimsókn sinni á síðuna. Kakan COUNTRY_CODE mun vista það markaðssvæði sem var valið upphaflega.

Ferli

Kökur fyrir ferli framkvæma þá grundvallarvirkni sem er nauðsynleg til að eiginleikar síðunnar virki eins og ætlast er til, svo sem að veita örugga innskráningu eða muna hversu langt þú ert komin(n) í pöntunarferli. Ef þessar kökur eru ekki til staðar munu hefðbundnar aðgerðir á vefsvæðinu ekki virka.

 

Til dæmis gerir kakan NUSKIN.SHOP.CART okkur kleift að geyma kaup- og sendingarupplýsingar í innkaupakörfunni svo notandi geti notað sömu upplýsingar á öllu vefsvæðinu.

Auglýsingar

Við notum auglýsingakökur til að sýna þér auglýsingar sem eiga meira erindi við þig. Þessar kökur gætu gert þér kleift að deila ákveðnum síðum á samfélagsmiðlum. 

 

Til dæmis safnar kakan USER_PROFILE_MIN_INFO gögnum um notandann sem gerir það kleift að kynna viðeigandi vörur fyrir notandanum.

Staða lotu

Við notum kökur um stöðu lotu til að safna upplýsingum um það hvernig þú notar vefsvæðið í vafralotu. Þetta geta verið upplýsingar eins og tíðni heimsókna á síðuna eða hvort villuboð berist frá ákveðnum síðum. Þessar upplýsingar hjálpa okkur að bæta vefsvæðið okkar. Þú getur slökkt á þessum kökum án þess að síðan verði ónothæf, en það mun þó takmarka getu okkar til að fylgjast með vefsvæðinu til þess að geta gert á henni endurbætur í framtíðinni.

 

Dæmi um köku um stöðu lotu sem við notum er kakan LOGGEDIN. Hún sýnir að notandi sé skráður inn á vefsvæðið og er henni eytt þegar vafranum er lokað.

Greining

Við notum greiningarkökur til að öðlast betri skilning á upplifun notanda af vefsvæðinu okkar. Þessar kökur kunna að safna tölfræðilegum upplýsingum um notkun á vefsvæðinu eða þær kunna að vera notaðar ásamt auglýsingakökum til að sýna þér auglýsingar sem eiga erindi við þig.

 

Til dæmis er kakan GA_ verkfæri frá Google Analytics sem notað er til að greina notkun á síðunni fyrir endurbætur og virkni.

Stjórnun á vafrakökum
 

Á vefsetri okkar

Þú getur valið hvort þú heimilir vefsvæðinu okkar að nota kökur eða aðra tækni til gagnasöfnunar. Til að velja kjörstillingar fyrir kökur skaltu smella hér . Athugaðu að vefsvæði okkar er hannað til að nota kökur og ef notkun þeirra er ekki heimiluð gæti stór hluti vefsvæðisins glatað virkni sinni, eða þú gætir ekki nýtt þér það til fulls.

 

Í vafranum þínum

Þú getur stillt vafrann þinn til að samþykkja allar kökur, hafna öllum kökum eða láta þig vita þegar kaka er send. Allir vafrar eru mismunandi svo þú skalt skoða valmyndina „Hjálp“ í vafranum þínum til að komast að því hvernig þú breytir kjörstillingum fyrir kökur. Í vafranum Google Chrome er það til dæmis í valmyndinni „Tól“ sem þú getur valið möguleikann „Hreinsa vafragögn“ til að eyða kökum og öðrum gögnum vefsvæða og viðbóta.
 

Auglýsinga-vafrakökur

Ef þú vilt helst ekki fá persónulegar auglýsingar byggðar á vafranotkun þinni eða tækjum sem þú notar, gætir þú valið að nota afþakka-kjörstillinguna til að fá ekki lengur sérsniðnar auglýsingar. Vinsamlegast hafðu í huga að þú munt halda áfram að sjá auglýsingar, en þær verða ekki lengur sérsniðnar að þínum áhugasviðum

Til að afþakka fyrirtækjaauglýsingar sem sérsniðnar eru að áhugasviðum á eftirfarandi neytendavalkostum, farðu vinsamlegast á:

-Digital Advertising Alliance (DAA)’s self-regulatory opt-out page (http://optout.aboutads.info/) and mobile application-based "AppChoices" download page (https://youradchoices.com/appchoices)

-European Interactive Digital Advertising Alliance (EDAA)'s consumer opt-out page (http://youronlinechoices.eu)

-Network Advertising Initiative (NAI)’s self-regulatory opt-out page (http://optout.networkadvertising.org/).

Í veröld farsímatækja bjóða flest stýrikerfi upp á afþakka-valkost á tækjunum, sem síðan er sendur til fyrirtækja sem bjóða upp á auglýsingar sem stjórnast af áhugasviðum. Til að stilla á afþakka-kjörstillingu fyrir farsímaauðkenni (svo sem IDFA hjá Apple eða GAID hjá Android) skaltu fara á núverandi leiðbeiningasíður tækisframleiðanda þíns eða lesa meira um hvernig á að senda boð um að takmarka auglýsingamælingar fyrir stýrikerfi þitt hér: http://www.networkadvertising.org/mobile-choices.

Vinsamlegast hafðu í huga að þessar stillingar verða að vera gerðar á hverju tæki fyrir sig (þ.m.t. í hverjum vafra í hverju tæki fyrir sig) sem þú vilt afþakka og ef þú hreinsar vafrakökur þínar eða ef þú notar annan vafra eða tæki, þarftu að endurtaka óskir þínar um afþakka-valkostinn.
 

PERSÓNUVERND ÞÍN ER OKKUR MIKILVÆG

Vernd persónuupplýsinga þinna er okkur afar mikilvæg. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar sem útskýrir hvernig við söfnum, notum og deilum persónuupplýsingum þínum, og útskýrir rétt þinn til að biðja um persónuupplýsingar þínar, fá aðgang að þeim, leiðrétta þær, eyða þeim, takmarka aðgang að þeim eða mótmæla úrvinnslu þeirra, rétt þinn til að flytja eigin gögn og það ferli sem þú þarft að fara eftir til að nýta rétt þinn.