Reglur og skilmálar

New customer? Sign up today!

Reglur og skilmálar

Þessi ADR-áskriftarsamningur (Automatic Delivery Rewards) er á milli þín, sem sjálfstæðs dreifingaraðila ("ég" eða "mig", eða "þú" eða "ykkar") og Nu Skin Enterprises Product Inc., fyrirtækis í Delaware, 75 West Center Street, Provo, Utah 84601, VAT númer: NL8039.25.372.B.01 (“Fyrirtæki”).

Þú getur skráð þig í ADR kerfið í gegnum síma, á netinu eða með því að skrifa undir ADR samning á pappír og skilað honum inn til fyrirtækisins. Ef þú skráir þig í gegnum síma þarftu samt sem áður að skila inn undirrituðum ADR samningi á pappír til fyrirtækisins eða samþykkja skilyrði og skilmála í gegnum netið. Ef ekki, verður ADR samningurinn settur á bið.

Vinsamlegast taktu eftir að ADR samningurinn á netinu inniheldur öll skilyrði og alla skilmála samningsins sem þú gerir við fyrirtækið. Ekki væri hægt að koma öllum skilyrðunum og skilmálunum fyrir aftan á pappírseintak af ADR samningnum án þess að nota illlæsilega leturstærð. Þar af leiðandi vísar pappírseintakið af ADR samningnum á þessa heimasíðu þar sem skilyrðunum og skilmálunum er líst betur.

Bæði skilyrðin og skilmálarnir sem finnast á pappírseintaki ADR samningsins og á þessari vefsíðu leggjast saman og mynda þá í heild sinni þann samning sem þú gerir við fyrirtækið. Til þess að skoða þau skilyrði og þá skilmála sem eru aftan á ADR samningnum, smelltu þá hér. Vísað er í eftirfarandi skilyrði og skilmála í þriðja hluta skilyrða og skilmála á baksíðu ADR samningsins, þeir eru hluti af ADR samningnum og saman mynda þeir samninginn sem þú gerir við fyrirtækið.

1. Skráningarferlið
Ég má skila inn þessum ADR samningi á netinu, á faxi, í pósti eða með því að senda inn pappírseintak í Concept verslun fyrirtækisins.

2. Viðbótar fríðindi
Hvort sem um er að ræða dreifingaraðila eða viðskiptavin; ég skil að ekki eru tilgreind neina lágmarkskaup sem skilyrði fyrir þáttöku í ADR kerfinu. Samt sem áður, ef samanlagðar mánaðarlega pantanir mínar samanlagt innihalda yfir 50 eigin punkta (PSV) eftir afslátt þá á ég rétt á eftirfarandi fríðindum:

(a) Ég fæ 5% afslátt af almennu heildsöluverði og PSV af vörunum í ADR-pöntun minni, þó ekki vörur eða sett sem ekki eru á 5% afslætti (t.d. vörusett, vörupakkar á afslætti, VitaMeal o.s.frmv);

(b) Afslátt af sendingarkostnaði*, eða allt að 50% af samtals sendingarkostnaði og

(c) Ég get unnið mér inn vörupunkta sem ég get leyst út fyrir vörur.

Ef ég læt breyta ADR-pöntunum mínum í gegnum fax, tölvupóst, póst eða í gegnum Concept verslunina þarf ég að greiða þjónustugjald sem er nákvæmlega sama upphæð og ADR sendingargjaldið með afslætti.

****Þessi afsláttur á ekki við suma markaði/sérstök landsvæði eða eyjur (Ísland, Kanarí-eyjur og frönsk utanríkissvæði).

3. ADR vörupunktar - kaup, brottfelling og skil

A. Ég get unnið mér inn vörupunkta með mánaðarlega ADR-pöntun minni til þess að leysa út vörur. Vörupunktar eru mismunandi og þá er hægt að vinna sér inn sem 20 til 30% af virði ADR pantana fyrir skatta. Ég get unnið mér inn meira en 75 vörupunkta á mánuði. Ef ég legg inn pöntun þar sem ég nota einvörðungu vörupunkta, eða legg saman venjulega pöntun þar sem verslað er fyrir minna en 50 PSV og vörupunkta þá mun ég borga vanalega sendingarkostnað; ef ég legg inn pöntun fyrir 50 PSV eftir afslátt eða meira þegar búið er að bæta við þeim vörupunktum sem til eru á ADR þá mun ég fá afslátt af sendingargjöldum. Hægt er að fá upplýsingar um sendingarkostnað á verðlistanum eða hafa samband við þjónustuver.

B. Ég skil og samþykki að vörupunktarnir sem ég vinn mér inn, ef þeir eru ekki notaðir, munu falla sjálfkrafa úr gildi fyrsta dag 13nda mánaðar eftir að þeirra var aflað (fyrning). Ég skil og samþykki að ef ég læt fyrirtækið vita innan þrjátíu (30) daga um eyðinguna og bið um eyddir vörupunktar verði setir inn, þá munu þeir verða settir inn.

C. Það er ekki leyfilegt að skila vörum sem eru keyptar með ADR vörupunktum og það fást heldur engir PSV eða sölupunktar í hóp (GSV) fyrir vörur sem eru keyptar með ADR vörupunktum.

D. Skil á vöru
Fyrir utan vörur sem eru keyptar með vörupunktum úr ADR innkaupum, má skila öllum vörum sem eru pantaðar undir ADR verkefninu til fyrirtækisins skv. venjulegri vöruskilastefnu fyrirtækisins (sjá málsgrein 7 í Stefnum og Starfsreglum). Vinsamlegast athugið að vörupunktar þeir sem var aflað eru teknir af reikningi þínum þegar vörum sem tengjast punktunum er skilað.

E. Endurgreiðsluábyrgð

Fyrirtækið ábyrgist að ef (a) ég vel Life Pak®+ eða JVi®* sem mánaðarlegar vörur mínar í ADR-áskrift í a.m.k. þrjá mánuði og, (b) ef karotenoíðskor húðarinnar batnar ekki eftir að hafa tekið inn Life Pak®+ og JVi®* í 90 daga, þá mun fyrirtækið borga mér peningana til baka.

*Til að sjá hvaða vörur eru fáanlegar á þínum markaði, skal vinsamlegast skoða verðlista á safninu inni á Office.

4. Greiðsla

Greiðsla A. Ég hef tiltekið í þessum ADR samningi fjölda hverrar vöru sem ég vil fá afgreidda í hverjum mánuði og ég hef gefið fyrirtækinu upp gilt Visakort eða Master Card ásamt því hvenær kortið rennur út. Allar vörur sem ég panta verða að vera greiddar að fullu áður en þær eru sendar.

B. Ef ég hef valið kreditkort sem tegund greiðslu, þá leyfi ég fyrirtækinu eða tengdu fyrirtæki þess að taka út af kreditkorti mínu á hverjum mánuði þá upphæð sem samsvarar greiðslu fyrir þær vörur sem eru skilgreindar hér að ofan.

5. Breytt heimilisfang
Að því undanskildu að ég láti fyrirtækið vita skriflega með pósti, faxi eða í gegnum netið af breytingum á heimilisfangi a.m.k. 14 dögum fyrir afgreiðsludagssetningu, verða vörurnar sem ég valdi sendar til mín mánaðarlega á það heimilisfang sem tilgreindi. Fyrirtækið mun gera þær breytingar sem þarf að gera skv. skriflegri tilkynningu minni ekki síðar en 14 dögum eftir að hafa fengið slíka tilkynningu. Afhenda skal vörurnar til þess heimilisfangs sem þú gafst upp í skráningarupplýsingar og afhendingarstaður.

6. Breyting á pöntun
Að því undanskildu að ég láti fyrirtækið vita skriflega með pósti, faxi eða í gegnum netið af breytingum á pöntun minni a.m.k. 4 dögum fyrir afgreiðsludagssetningu, verða vörurnar sem ég valdi sendar til mín mánaðarlega á það heimilisfang sem tilgreindi. 4 dögum fyrir afgreiðsludagssetningu, verða vörurnar sem ég valdi sendar til mín mánaðarlega á það heimilisfang sem tilgreindi. Fyrirtækið mun gera þær breytingar sem þarf að gera skv. skriflegri tilkynningu minni ekki síðar en fjórum (4) virkum dögum eftir að hafa fengið slíka tilkynningu.Ef um er að ræða beingreiðslu, skal hafa samband við þjónustuver til að fá frekari upplýsingar um greiðslutilhögun og skilafresti.

7. Vörur sem eru ekki lengur til sölu
Það er mögulegt að þær vörur sem ég hef valið séu ekki lengur til sölu hjá fyrirtækinu. 30 dögum áður en varan er tekin af markaði og mun halda áfram að senda mér aðrar vörur sem ég hef pantað skv.ADR samningi. Ég get valið aðrar vörur til að koma í staðinn fyrir vörur sem eru úr sölu; ef ég vel aðrar vörur, læt ég fyrirtækið vita skriflega um tegund og magn valdra vara a.m.k.30 dögum fyrir afhendingu. Kaupverð og sendingarkostnaður mun sjálfkrafa verða breytt til samræmis við breytingarnar á pöntun minni.

8. Kostur á biðpöntun

A. Fyrirtækið tekur ákvörðun um hvaða vörur bjóðast í dreifingaraðilum í biðpöntunum. Í flestum tilvikum, eru vörur sem bjóðast í biðpöntunum, þær vörur sem seljast best og búist að verði aftur til að lager innan 14 daga. Vara sem í biðpöntun er send til dreifingaraðila eins fljótt og hún er tiltæk í vöruhúsi.

B. Þegar dreifingaraðili eða viðskiptavinur leggja inn beiðni um biðpöntun, verður vörunni bætt við vörupöntunina og samþykkja þeir að borga fyrir vöruna fyrirfram og mega þá búast við að fá vöruna síðar.

C. Þegar vörupöntun sem inniheldur vöru í biðpöntun hefur verið afgreidd á fullnægjandi hátt, þ.m.t. greiðsla, munu punktar pöntunarinnar allrar, þ.m.t. punktar vörunnar í biðpöntuninni, telja til þóknunar þann mánuðinn.

D. Áður en vara í biðpöntun er send af stað, getur viðskiptavinur eða dreifingaraðili hvenær sem er farið fram á, og munu fá, 100% endurgreiðslu, en einungis á vöru í biðpöntun. Afgangur pöntunarinnar er háður núgildandi skilareglum.

E. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að hætta við og endurgreiða (100%) ósenda vöru í biðpöntun án undangenginnar tilkynnar til viðskiptavinar eða dreifingaraðila. Fyrirtækið getur einnig framlengt áætlaðan aðgengileika vöru eftir þörfum.

9. Verðhækkanir
Fyrirtækið getur breytt verði á vöru sem ég hef valið. Ef verð ákveðinnar vöru hefur hækkað, þá mun fyrirtækið tilkynna mér það skriflega með a.m.k.30 daga fyrirvara áður en verðhækkun á sér stað, og nema ég segi þeim að gera annað, þá mun fyrirtækið senda mér valda vöru á hækkuðu verði.

10. Uppsögn ADR áætlunar eða pantana

A. Fyrirtækið getur lagt niður ADR áætluna með því að láta vita skriflega með 14 daga fyrirvara. Fyrirtækið getur einnig undireins lokað á rétt minn til að taka þátt í ADR áætluninni skv. þessum ADR samningi og látið mig vita af uppsögninni ef (i) leyfi til notkunar kreditkorts eða leyfi banka sem gefið er upp í þessum ADR samningi rennur út, er afturkallað eða lýkur á annan hátt, (ii) ef ég brýt reglur og skilyrði þessa ADR samnings, eða (iii) ef ég er dreifingaraðili og hef brotið gegn skilmálum og skilyrðum dreifingaraðilasamningsins.

B. Ég get sagt upp ADR pöntunum mínum skriflega hvenær sem er. Fyrirtækið mun fella ADR samninginn úr gildi innan 14 daga frá því að það fær skriflega tilkynningu frá mér.

C. Með 14 daga skriflegum fyrirvara getur fyrirtækið samkvæmt sinni eigin ákvörðun, breytt skilmálum og skilyrðum þessa ADR áætlunar, þ.m.t. en ekki takmarkað við, breytt því hvenær vörupunktar dreifingaraðila renna út.

11. Engin breyting á samningi dreifingaraðila
Þeir skilmálar og þau skilyrði sem eru í þessum ADR samningi koma ekki í staðinn fyrir né breyta á nokkurn hátt skilmálum og skilyrðum samnings míns sem dreifingaraðila.

12. Söfnun persónuupplýsinga
Upplýsingar sem þú leggur fram verða tölvuunnar á sjálfstæðan hátt af Nu Skin International Inc (‘fyrirtækinu’ eða “okkur”) til að afgreiða pantanir þínar, og fyrir almenna stjórnun, markaðssetningu, tölfræðilega úrvinnslu og til stjórnunar. Til að geta gert þetta, gætum við látið upplýsingar þínar í hendur þriðja aðila sem vinna fyrir okkur, sumir eru staðsettir utan Bretlands og utan Evrópska efnahagssvæðisins. Þú getur beðið um upplýsingar um þessa aðila og þriðju aðila með því að hafa samband við fyrirtækið á heimilisfangi því sem er gefið upp efst á eyðublaði þessu. Þú samþykkir að fyrirtækið getur látið upplýsingar þínar í té öðrum dreifingaraðila, ef núverandi dreifingaraðili þinn hættir sem Nu Skin dreifingaraðili. Þú getur fengið afrit af upplýsingum þeim sem fyrirtækið á um þig og sem falla undir Data Protection Act frá 1998 (og við munum biðja þig um að greiða fyrir lágt gjald) og þú getur haft samband við fyrirtækið á heimilisfanginu efst á eyðublaðinu til að leiðrétta allt sem er ónákvæmt í upplýsingum þínum. Við getum haft samband við þig um upplýsingar vegna þjónustu, tækifæra, og vara sem við veitum, við getum boðið þér á viðburði eða haft samband við þig til að fá svörun um þjónustu okkar og vörur.

Join Nu Skin Become a Distributor