Hittið börnin

Hittið börnin

Það er að finna sveltandi börn í næstum öllum löndum heims, en VitaMeal pokar á vegum Nourish the Children®  (nærum börnin) eru sendir þangað sem þeirra er mest þörf. Fyrir nánari upplýsingar um VitaMeal matarpakkana, er hægt að lesa Fréttir frá ákvörðunarstað.

 

COPY_OF3

MALAVÍ, AFRÍKA.
MEIRA EN 94 MILLJÓN MÁLTÍÐA HEFUR VERIÐ DREIFT TIL AFRÍKU.

 

Janet Banda var alvarlega vannærð og ófær um að ganga eða tala þegar munaðarleysingjahælið tók við henni. Á innan við viku eftir að hún fékk VitaMeal matarpakka, byrjaði lítill líkami hennar að starfa eðlilega á ný. Nú getur hún hlaupið, leikið sér og lært með hinum börnunum. Nú hefur hún von.

 

kids_2

MAINLAND KÍNA

YFIR 47 MILLJÓN MATARPAKKAR HAFA VERIÐ SENDIR TIL ASÍU.

 

Xie Rongxue er 11 ára og í fjórða bekk. Árlegar tekjur fjölskyldunnar hennar eru í kringum 9 þúsund krónur. Pabbi hennar er á sjúkrahúsi með lifrarsjúkdóm, þannig að 16 ára gamall bróðir hennar þurfti að hætta í skóla til að aðstoða við búskapinn. VitaMeal gjafir tryggja að Xie og fjölskylda hennar fái nægilega næringu.

 
Pict6088

BÓLIVÍA

YFIR FIMM MILLJÓN MÁLTÍÐA HEFUR VERIÐ DREIFT Í AMERÍKU.

 

Tupiza, sjö ára gamall drengur, vinnur í námum til að hjálpa fjölskyldu sinni eftir að faðir hans dó fyrir nokkrum árum síðan. Áður fyrr fékk hann eina máltíð á dag og tuggði kókalauf til að slá á hungrið og halda sér vakandi. Nú fær hann aðra máltíð gerða úr VitaMeal og honum gengur mun betur í skólanum.

Divider