Alheimsvandi, einstök lausn

Alheimsvandi, einstök lausn

 

BREYTUM LÍFI BARNANNA

 

Nourish the Children® áætlunin er leið Nu Skin® til að sjá þeim börnum sem mest þurfa á því að halda fyrir stöðugum og vaxandi  forða af næringarríkum mat. Þessi einfalda hugmynd  gengur upp með því að selja afar næringarríkan mat - VitaMeal - og síðan hjálpa fólki að gefa  matargjöfina til óháðra samtaka sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og sérhæfa sig í matardreifingum til þeirra sem  þjást af vannæringu og hungri.

 

Helstu samstarfsgóðgerðasamtök Nourish the Children® (Nærum börnin) eru Feed The Children (Fæðum börnin), ein stærstu alþjóðlegu góðgerðasamtök í Bandaríkjunum, sem sérhæfa sig í dreifingu á  milljónum kílóa af mat á hverju ári til fjölskyldna í meira en 60 löndum.  Þessi samstarfsaðili dreifir VitaMeal án aukalegs kostnaðar  og sendir reglulegar fréttir af þeim sem þiggja gjafirnar.

 

Með því að senda hjálpargögn í stað reiðufés, vita gefendur nákvæmlega hvernig verið er að nota  framlag þeirra og geta verið vissir um að framlag þeirra hefur áhrif á  líf barnanna.

 

 

ntc_en

          Samstarfsgóðgerðasamtök okkar

          Hámarkaðu áhrif þín

Þó VitaMeal hafi í sjálfu sér mjög mikilvæg áhrif á líf barna, ná áhrif þessara gjafa út fyrir máltíðina sjálfa. Þessar matargjafir skapa tækifæri til að bæta líf fólks í gegnum menntun, atvinnutækifæri og sjálfsnægtir.

Köllum börn í skólann

Vanalega er VitaMeal dreift í gegnum skólana  vegna þess að foreldrar sem búa við fátækt senda gjarnan börnin í skólann  svo þau geti fengið fría máltíð, frekar en að halda þeim heima við og vinnandi. Þetta á sérstaklega við um  stúlkurnar: Alþjóðabankinn hefur fullyrt að „engin fjárfesting skilar  betri árangri en menntun stúlkna“

 

Tryggja stöðugt flæði styrkja

Sem viðskiptaáætlun með samfélagsleg sjónarmið, stuðlar Nourish the Children® áætlunin að stöðugum og  auknum matargjöfum með því að hvetja til kaupa, gjafa og auglýsinga á VitaMeal pokum. Þóknun er innifalin í verði  matarins og gerir dreifingaraðilum kleift að verja tíma sínum og orku í að hvetja  aðra til að taka þátt í baráttunni gegn vannæringu. VitaMeal framlag þitt er aukið með samsvarandi styrkjaáætlun frá Nu Skin®.

Byggjum upp efnahagstækifæri

VitaMeal framleiðslustöðvar í Malaví og Kína draga úr flutningskostnaði og  örva innlendan efnahag.

Framlag til sjálfbærs atvinnuvegar

Hluti af gróðanum frá sölu VitaMeal poka er gefinn til  Nu Skin Force for Good® samtakanna til að fjármagna landbúnaðarmenntun í  Mtalimanja Village í Malaví. Aukin framleiðsla landbúnaðarafurða getur einn daginn  dregið úr þörfinni fyrir mataraðstoð í Malaví.

Divider