Saga

Saga

 

Frá því að fyritækið var stofnað árið 1984, hefur markmið Nu Skin Enterprises verið að bæta líf fólk— í gegnum hágæða vörur, gjöful viðskiptatækifæri og upplífgandi og auðgandi menningu.

 

Í ræðu sinni á ráðstefnu árið 1993, notaði Blake Roney, formaður og meðstofnandi Nu Skin Enterprises, hugtakið „force for good“ (breytum til batnaðar) þar sem deildi sýn sinni um hvernig hann vildi að fyrirtækið, dreifingaraðilar þess og starfsfólk yrði þekkt á alþjóðagrundvelli. Með þessu hugtaki voru gildi fyrirtækisins útlistuð og hafa orðið aðalþema í markmiði fyrirtækisins og því mannúðarstarfi sem það hefur staðið fyrir.

 

 

Upphaflega „force for good“ herferðin var kynnt samfara Nu Skin Epoch® vörulínunni árið 1996. Þessi einstaka vörulína af húð- og hárvörum var þróuð í samstarfi við helstu grasafræðinga heims - vísindamenn sem sérhæfa sig í sambandi plantna og menningu frumbyggja. Ákveðið var að verja 25 Bandaríkjasentum frá sölu hverrar Epoch vöru til verndar umhverfis, tungumála, lífstíls og hefða innfæddra hópa um allan heim.

 

 

Skömmu síðar varð Nu Skin Enterprises ljóst að það þurfti skýrari mótun á mannúðarstarfi fyrirtækisins og því var ákveðið að stofna formleg samtök. Nu Skin Force for Good samtökin voru stofnuð til að leggja áherslu á stuðning við börn og hljóta áframhaldandi framlög með arði frá sölu Nu Skin Epoch vara.

 

 

Allt frá fyrsta verkefni samtakana, sem var stuðningur við hefðir og umhverfi fjölskyldna í Falealupo þorpinu í Vestur-Samóa, til þeirra hundruðir mannúðarverkefna sem nú hljóta stuðning í yfir 50 löndum, hafa Nu Skin Force for Good samtökin tileinkað sig starfi í þágu þúsunda, ef ekki milljóna, barna um komandi kynslóðir.

 

 

Nu Skin Enterprises hefur gert ráð fyrir öllum rekstrarkostnaði og tilfallandi kostanði við rekstur Nu Skin Force for Good samtakanna, sem tryggir að öll framlög renna beint til þeirra sem á þeim þurfa að halda.

 

Höfuðstöðvar Nu Skin Force for Good eru í Provo, Utah í Bandaríkjunum og er fyrirtækið skráð sem 501(c)(3) stofnun sem ekki er rekin í hagnaðarskyni.

 

 

Divider