Þrjú ráð til að rækta árangursrík viðskiptasambönd

New customer? Sign up today!
New customer? Sign up today!

Þrjú ráð til að rækta árangursrík viðskiptasambönd

Learn Simple Techniques to Expand any Business

Business Relationships

Sambönd...eru það sem heldur okkur gangandi og veitir okkur árangri í lífinu.  Samböndin okkar skilgreina eðlið okkar og það sem við stöndum fyrir lífinu. Þau hvetja okkur áfram á jákvæðan hátt og fá okkur til að láta gott af okkur leiða Samböndin okkar í lífinu eru til staðar fyrir okkur á tímum vöntunar, sorgar, gleði og tækifæra.

 

Það sama gildir um viðskiptasambönd. Rétt tengslamyndun og listin að byggja upp traust viðskiptasambönd er það sem greinir á milli “árangursríkra” og “árangurslausra” einstaklinga sem og á milli blómstrandi fyrirtækja og þeirra sem eru ávallt að ströggla. Það er staðreynd að rétt tenglamyndun og uppbygging viðskiptasambanda er það sem viðskipti snúast í raun um.

 

Í fortíðinni hafa menn oft gagnrýnt það hvernig sumir dreifingaraðilar nálgast viðskiptin sín. Þeir hafa oft bent á það hvernig þessir aðilar nota persónuleg tengsl sín til að auka viðskiptin sín. Þetta ætti ekki að koma á óvart þar sem persónuleg sambönd eru meðal þess sem menn gæta hvað harðast og ef traust er misnotað í samböndum getur það oft kallað á sterk viðbrögð.

 

Við getum e.t.v. ekki breytt skoðunum efahyggjumana á einni nóttu en við getum hins vegar leitað leiða til að byggja upp og bæta sambönd okkar. Hér eru þrír hlutir sem þú getur gert þegar í dag til að bæta sambönd þín við aðra og auka hæfni þína til að deila með öðrum viðskiptatækifærum og kynna fyrir þeim hinar frábæru vörur sem Nu Skin hefur að bjóða. 

 

Lifðu heiðarlegu lífi.

 

Fyrir hið fyrsta verður þú að setja þér há takmörk. Skuldbittu þig til að gera alla hluti á heiðarlega hátt - ekki bara þegar þú stundar viðskipti heldur í öllu sem þú gerir.  Ef þú lifir samkvæmt þeim gildum sem þú trúir á, mun fólk taka eftir því. 

 

Fólk tekur eftir því hvernig við klæðumst, hvernig við tölum og meira að segja hvaða vinnusiðferði við fylgjum. Gefðu þeim ástæðu til að spyrja hvað það er sem gerir okkur svona hamingjusöm. Gefðu þeim ástæðu til að spyrja hvert leyndarmálið þitt sé og út af hverju þú ert svona unglegur í útliti. Sýndu mönnum á hverjum degi hvað það er sem greinir þig frá öðrum og þú munt uppskera ríkulega þegar kemur að því að mynda sambönd.

 

Settu vináttuna í fyrsta sætið.

 

Eftir það verðum við að líta á þá sem standa fyrir utan Nu Skin fjölskylduna fyrst og fremst sem vini en síðan sem hugsanlega viðskiptafélaga. Þegar kemur að myndun félagstengsla ætti maður ekki að búast við skjótri uppskeru. Það tekur tíma og vinnu að mynda sönn og góð sambönd en þetta er hæfileiki sem menn eru stöðugt að þróa.

 

Því næst skyldu menn nota þessa nálgun til að nálgast hugsanlega viðskiptafélaga. Vissulega krefst það þolinmæði að byggja upp viðskiptasambönd. Árangursrík viðskiptatengsl myndast ekki eftir aðeins einn fund. Úrvalsfólkið í hópnum okkar byggir ekki upp hið öfluga tengslanet á aðeins einni viku. Það tekur tíma, skilning, vinsemd, þrautseigju og áræðni. Ef menn setja vináttuna við hugsanlega viðskiptavini í fyrirrúmið munu þessi viðskiptatengsl endast alla ævi.

  

Til er óskráð regla sem segir að menn beini viðskiptin sín til vina sinna en ekki til ókunnugra – þetta á hvergi jafnvel við og í persónulegum viðskiptum. Mörg dreifingarnet verða þá fyrst öflug þegar vinir eða fjölskyldumeðlimir láta til sín taka í viðskiptunum. En ef að vinir þínir eða fjölskyldumeðlimur hafa ekki áhuga á því að mynda viðskiptatengsl sem stendur, skaltu leggja áherslu á að viðhalda persónulegum tengslum áfram. Það gæti einfaldlega verið að tíminn henti þeim ekki. Eins gætu verið aðrar kringumstæður eða áhyggjur sem koma í veg fyrir að þeir geti farið út í viðskipti. Hver svo sem ástæðan er þá má aldrei gleyma að persónuleg vinatengsl eru mun verðmætari en viðskiptatengsl geta nokkurn tíma verið.

 

Sýndu þrautseigju og vertu ávallt tiltækur.

 

Hefurðu einhvern tíma verðið inni hjá lækni þegar fulltrúi frá lyfjafyrirtæki eða tryggingarfélagi kemur í heimsókn? Hvað er það sem þeir gera? Til að byrja með koma þeir með hádegismat fyrir alla þar sem það er besti tíminn til að fá fólk til að hlusta. Á meðan fólk er að borða getur fulltrúinn talað við starfsfólkið á persónulegum nótum. En veit starfsfólkið hvert stefnir í lokin? Vissulega veit fólkið það, en í því augnabliki sem það er að borða ókeypis kræsingar og hlusta á uppbyggjandi ræður er það algjörlega á bandi sölufulltrúans. Í lokin heldur fulltrúinn stutta söluræðu og útskýrir fyrir starfsfólkinu hvað það er sem gerir vörur hans betri en aðrar. Fulltrúinn biður starfsfólkið að koma með spurningar, hann dreifir ókeypis sýnishornum og kannar hvort áhugi sé fyrir vörunni. Í flestum tilfellum mun starfsfólkið vilja prufa sýnishornin, kynna sér vöruna og vera í sambandi eftir nokkrar vikur. Oft á tíðum eru þessir sölufulltrúar marga mánuði eða ár að byggja upp viðskiptasambönd án þessa að til nokkurrar sölu komi. En þegar salan er loks komin á, þá helda margir þessara viðskiptavina ævilanga tryggð við viðskiptavininn.

 

Er nálgun þín svipuð og sölufulltrúa lyfjafyrirtækjanna? Ert þú hreinn og beinn þegar kemur að því að kynna það sem þú hefur að bjóða eða finnst þér að þú þurfir að bjóða vörurnar í skreyttum umbúðum til að vekja áhuga hugsanlegra viðskiptavina?  Leiðist mönnum þegar þeir hlusta á þig eða eru þeir fullir af áhuga? Veitir þú þeim nægilegan tíma til að kynna sér fyrirtækið og vörurnar sem það hefur upp á að bjóða? Fylgir þú kynningunni eftir með því að svara spurningum og eyða áhyggjum? Ef ekki, ættirðu e.t.v. að endurskoða þær aðferðir sem þú beitir í viðskiptum – en hafa verður í huga að tími og þrautseigja eru nauðsynleg til að koma sér upp áræðnu söluteymi og til að ná langvarandi árangri í viðskiptum.

 

Þegar allt kemur til alls er gæði tengsla þinna besti mælikvarðinn á árangur þinn sem Nu Skin dreifingaraðili. Að byggja upp gott tengslanet er nauðsynlegur þáttur í því að lifa árangursríku og heilbrigðu lífi. Ef þú gefur þér tíma til að mynda sterk og endingargóð sambönd, muntu uppskera mikinn árangur í viðskiptum.