Privacy

Persónuverndaryfirlýsing

Þessi þýðing hefur verið gerð þér til hægðarauka. Athugaðu að ef einhver munur er á þessari yfirlýsingu og ensku útgáfunni skal enska útgáfan gilda. Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu hafa samband við okkur á privacy@nuskin.com

 

 

PERSÓNUVERNDARSTEFNA NU SKIN

 

 

A. YFIRLIT

 

Nu Skin er alþjóðleg fyrirtækjasamstæða sem selur snyrtivörur, fæðubótarefni, tæki og aðra þjónustu í gegnum vefsvæðið www.nuskin.com („vefsvæðið“) og í gegnum net sjálfstæðra dreifingaraðila. Unnið er úr persónuupplýsingum þínum af mismunandi aðilum á vegum Nu Skin og í mismunandi tilgangi, allt eftir því hver þú ert.

Í þessari persónuverndarstefnu er gerð grein fyrir söfnun, notkun og dreifingu persónuupplýsinga þinna í samræmi við rétt þinn til persónuverndar („persónuverndarstefna“).

Í þessari persónuverndarstefnu eru notaðar eftirfarandi skilgreiningar :

(1) „Nu Skin International“ merkir Nu Skin International Inc., með skráða skrifstofu að 75 West Center Street Provo, UT 84601, Bandaríkjum Norður-Ameríku;

(2) „Nu Skin Group“, eða almennt orðað „Nu Skin“, merkir rekstrareiningar Nu Skin International, auk samstarfsaðila þess og dótturfélaga um allan heim;

(3) „NSEPE“ merkir NSE Products Europe BVBA, með skráða skrifstofu að 9 Da Vincilaan, The Corporate Village, Building Elsinore, 1930 Zaventem, Belgíu;

(4) „Nu Skin Local“ merkir staðbundna einingu Nu Skin Group í samræmi við listann í viðaukanum við lok þessarar persónuverndarstefnu; og

(5) „Persónuupplýsingar“ merkir allar upplýsingar sem varða einstakling sem hægt er að auðkenna svo sem: nafn, póstfang, netfang, símanúmer, kreditkortaupplýsingar, kjörstillingar o.s.frv. 

 

B. VINNSLA PERSÓNUUPPLÝSINGA OG TILGANGUR HENNAR

 

Vefsvæðið kann að nota kökur sem safna persónuupplýsingum um þig. Nánari upplýsingar um þetta er að finna í Stefnu um kökur.

Við væntum þess að þú veitir okkur eingöngu persónuupplýsingar sem snúa að sjálfri/sjálfum þér. Ef þú veitir einnig persónuupplýsingar um aðra einstaklinga skaltu gæta þess að þú hafir viðeigandi heimildir til að gera það. Við væntum þess líka að persónuupplýsingarnar sem þú veitir okkur séu réttar og að þú munir upplýsa okkur tafarlaust um það ef breytingar verða á tilteknum gögnum.

Þú ættir eingöngu að nota vefsvæðið og deila persónuupplýsingum þínum eftir að hafa lesið og skilið persónuverndarstefnu okkar. Með hliðsjón af því hver þú ert verður unnið með persónuupplýsingar um þig eins og hér er lýst:

 

1. Gestur

Ef þú ert gestur á vefsvæðinu mun Nu Skin International vinna úr persónuupplýsingum þínum sem ábyrgðaraðili gagna í þeim tilgangi að (i) hafa umsjón með gestum (þ.m.t. að senda upplýsingar til þín samkvæmt beiðni, (ii) stunda markaðsgreiningu, (iii) bregðast við ólögmætum aðgerðum og (iv) stunda rannsóknir og þróun og (v) fá alþjóðlega yfirsýn yfir starfsemina.

Lesa meira

 

2. Viðskiptavinur

Ef þú stofnar reikning fyrir viðskiptavini á vefsvæðinu eða kaupir vörur eða þjónustu á vefsvæðinu munu Nu Skin International og NSEPE vinna úr persónuupplýsingum þínum sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar gagna í þeim tilgangi að (i) hafa umsjón með viðskiptavinum (þ.m.t. að vinna úr greiðslum), (ii) bregðast við ólögmætum aðgerðum (þ.m.t. með að auðkenna og ná stjórn á slíkum aðgerðum) og (iii) stunda rannsóknir og þróun og (iv) fá alþjóðlega yfirsýn yfir starfsemina.

Lesa meira

 

3. Dreifingaraðili

Ef þú ert dreifingaraðili munu Nu Skin International og NSEPE vinna úr persónuupplýsingum þínum sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar gagna í þeim tilgangi að (i) bregðast við aðgerðum viðskiptavina, (ii) hafa umsjón með dreifingaraðilum (þ.m.t. að tilgreina þig sem dreifingaraðila og halda utan um upplínu/niðurlínu), (iii) bregðast við ólögmætum aðgerðum og (iv) stunda rannsóknir og þróun og (v) fá alþjóðlega yfirsýn yfir starfsemina.

Lesa meira

 

4. Væntanlegt og núverandi starfsfólk

Ef þú sækir um starf hjá einingu Nu Skin Group sem staðsett er innan evrópska efnahagssvæðisins munu Nu Skin Local-einingin þar sem þú sækir um starfið og Nu Skin International vinna úr persónuupplýsingum þínum sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar gagna til að (i) hafa umsjón með umsækjendum og starfsfólki (sér í lagi nýliðun, ráðningar og stofnun ráðningarsambands við þig, og (ii) fá alþjóðlega yfirsýn yfir starfsemina.

Lesa meira

Heiti úrvinnslu

Lýsing á tilgangi

Grundvöllur úrvinnslu

Umsjón með gestum

·   Svara og bregðast við beiðnum gesta: t.d. að veita aðgang að vefsvæðinu, að senda upplýsingar og markaðsefni samkvæmt beiðni, skráning á viðburði.

·   Lögmætir hagsmunir ábyrgðaraðila: markaðssetning á svipuðum Nu Skin-vörum og þjónustu stuðlar að því að tryggja og efla efnahagslega, viðskiptalega, félagslega og fjárhagslega hagsmuni Nu Skin og heimilar okkur að veita þér upplýsingar um vörur og þjónustu sem þú gætir haft áhuga á. Þú getur andmælt þessari úrvinnslu í samræmi við skilmála sem tilgreindir eru í viðeigandi löggjöf.

·   Framkvæmd samninga (t.d. að uppfylla skuldbindingar sem tengjast kynningarstarfi, o.s.frv.). Án persónuupplýsinga þinna getum við ekki framfylgt viðkomandi samningum.

Umsjón með viðskiptavinum

·   Framkvæmd samnings við viðskiptavin: t.d. að ganga frá innkaupum og gera breytingar á notandareikningi á vefsvæðinu.

·   Markaðssetning: t.d. að senda viðskiptavini upplýsingar um svipaðar vörur og þjónustu Nu Skin.

·   Framkvæmd samninga (t.d. söluskilmála, kaupsamnings vöru, samnings við vildarviðskiptavin). Án persónuupplýsinga þinna getum við ekki framfylgt viðkomandi samningum.

·   Lögmætir hagsmunir ábyrgðaraðila: markaðssetning á svipuðum Nu Skin-vörum og þjónustu stuðlar að því að tryggja og efla efnahagslega, viðskiptalega, félagslega og fjárhagslega hagsmuni Nu Skin og heimilar okkur að veita þér upplýsingar um vörur og þjónustu sem þú gætir haft áhuga á. Þú getur andmælt þessari úrvinnslu í samræmi við skilmála sem tilgreindir eru í viðeigandi löggjöf.

·   Samþykki: ef úrvinnslan felur í sér sérstaka flokka upplýsinga sem líklegir eru til þess að upplýsa um kynþátt, þjóðerni eða heilsufar (t.d. hvað varðar notkun skanna, ageLOC Me eða vegna óæskilegra hliðarverkana) mun Nu Skin óska eftir sérstöku samþykki viðskiptavinar.

Umsjón með dreifingaraðilum

·   Stjórnun og skipulag á stöðu viðkomandi sem dreifingaraðila og upplínu/niðurlínu.

·   Framkvæmd samninga við dreifingaraðila (t.d. samningur dreifingaraðila, leigusamningur um skanna). Án persónuupplýsinga þinna getum við ekki framfylgt viðkomandi samningum.

·   Samþykki: ef úrvinnslan felur í sér sérstaka flokka upplýsinga sem líklegir eru til þess að upplýsa um kynþátt, þjóðerni eða heilsufar (t.d. hvað varðar notkun skanna, ageLOC Me eða vegna óæskilegra hliðarverkana) mun Nu Skin óska eftir sérstöku samþykki dreifingaraðila þar að lútandi.

Umsjón með umsækjendum og starfsfólki

 

·   Nýliðun: t.d. að halda úti gagnagrunni yfir umsækjendur.

 

·   Þau skref sem nauðsynlegt er að taka áður en gerður er samningur um ráðningarsamband. Án persónuupplýsinga þinna getum við ekki tekið þau skref sem nauðsynleg eru áður en gerður er samningur um ráðningarsamband.

·   Að framfylgja kjarasamningum hvað varðar rétt til bóta og ákvarðanir um stöðuhækkanir og starfslok. Án persónuupplýsinga þinna getum við ekki framfylgt viðkomandi samningum.

·   Lögmætir hagsmunir ábyrgðaraðila og hagsmunaaðila sem tengjast þeim (starfsfólk, viðskiptavinir, birgjar, hluthafar, tengd fyrirtæki o.s.frv.): nýliðun er nauðsynleg fyrir áframhaldandi starfsemi Nu Skin. Þú getur andmælt þessari úrvinnslu í samræmi við skilmála sem tilgreindir eru í viðeigandi löggjöf.

Brugðist við ólögmætum aðgerðum

·   Að koma í veg fyrir og koma auga á ólögmætar aðgerðir: t.d. koma í veg fyrir og koma auga á fjársvik eða misnotkun á aðstöðu innan fyrirtækisins.

·   Leysa úr ágreiningi: t.d. kanna möguleg brot á stefnu og starfsreglum og lögsækja eða verjast gegn dómsmálum.

·   Framkvæmd samninga (t.d. söluskilmála, samnings við vildarviðskiptavin, stefna og starfsreglur, leigusamningur um skanna). Án persónuupplýsinga þinna getum við ekki framfylgt viðkomandi samningum.

·   Lögmætir hagsmunir ábyrgðaraðila og hagsmunaaðila sem tengjast þeim (starfsfólk, viðskiptavinir, birgjar, hluthafar, tengd fyrirtæki o.s.frv.): það að bera kennsl á, koma í veg fyrir og beita viðurlögum við ólögmætum aðgerðum, og að leysa úr ágreiningi, er mikilvægt til að gæta að og kynna efnahagslega, viðskiptalega, félagslega og fjárhagslega hagsmuni Nu Skin og draga úr kostnaði fyrir þig. Þú getur andmælt þessari úrvinnslu í samræmi við skilmála sem tilgreindir eru í viðeigandi löggjöf.

Rannsóknir og þróun

·   Rannsóknir og þróun sem byggjast á uppsöfnuðum gögnum: t.d. tölfræðilegar upplýsingar um sölu, markaðsgreiningu, vöruþróun og þjónustu.

·   Lögmætir hagsmunir ábyrgðaraðila, annarra rekstrareininga, og hagsmunaaðila sem tengjast þeim (starfsfólk, viðskiptavinir, birgjar, hluthafar, tengd fyrirtæki o.s.frv.): Rannsóknir og þróun innan samstæðunnar getur stuðlað að betri upplifun viðskiptavina, bætt vörur og þjónustu Nu Skin og leitt til nýsköpunar, sem gæti að endingu verið til góðs fyrir alla einstaklinga sem tengjast vörum og þjónustu Nu Skin.

Þú getur andmælt þessari úrvinnslu í samræmi við skilmála sem tilgreindir eru í viðeigandi löggjöf.

Alþjóðleg yfirsýn

·   Alþjóðleg yfirsýn yfir gesti, viðskiptavini, dreifingaraðila og umsækjendur: t.d. að halda úti altækum gagnagrunni.

·   Lögmætir hagsmunir ábyrgðaraðila, annarra rekstrareininga, og hagsmunaaðila sem tengjast þeim (starfsfólk, viðskiptavinir, birgjar, hluthafar, tengd fyrirtæki o.s.frv.): Alþjóðleg yfirsýn yfir gesti, viðskiptavini, dreifingaraðila og umsækjendur og yfir ólögmætar aðgerðir innan allrar samstæðunnar er nauðsynlegt svo starfsemi Nu Skin sé skilvirk, samræmd og stöðug.  Þetta gætir að og kynnir efnahagslega, viðskiptalega, félagslega og fjárhagslega hagsmuni Nu Skin Group og leiðir til betri þjónustu fyrir þig.

Þú getur andmælt þessari úrvinnslu í samræmi við skilmála sem tilgreindir eru í viðeigandi löggjöf.

Þar sem „lögmætir hagsmunir“ eru lagagrundvöllur í töflunni hér að ofan höfum við metið vægi hagsmuna þinna á móti hagsmunum ábyrgðaraðila gagna. Þú getur fengið meiri upplýsingar um þetta „mat á vægi“ með því að nota samskiptaupplýsingarnar sem eru í hluta G („réttindi þín“).

 

C. FLUTNINGUR PERSÓNUUPPLÝSINGA

 

Ábyrgðaraðilar gagna gætu flutt persónuupplýsingar þínar til annarra rekstrareininga Nu Skin Group og til fyrirtækja sem vinna úr persónuupplýsingum í okkar nafni og fyrir okkar hönd (kölluð „vinnsluaðilar“). Flokkar vinnsluaðila eru til að mynda staðbundnir og alþjóðlegir (i) þjónustuaðilar á sviði flutninga og útburðar, (ii) fjarskiptafyrirtæki, (iii) greiðsluþjónustuaðilar, (iv) launabókhaldsþjónustur (fyrir starfsfólk). Heildarlista yfir slíka vinnsluaðila má nálgast með því að senda beiðni með tölvupósti á privacy@nuskin.com.

Ef þú ert dreifingaraðili eða viðskiptavinur gætu ábyrgðaraðilar gagna þar að auki flutt persónuupplýsingar þínar til dreifingaraðila í upplínu þinni og/eða stuðningsaðila.

Einhverjir af þessum rekstrareiningum og einstaklingum gætu verið staðsett/ir utan Evrópusambandsins. Allur gagnaflutningur grundvallast á ákvörðun um að vernd sé fullnægjandi og/eða á stöðluðum ákvæðum um persónuvernd frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þessar aðferðir við gagnaflutning eru heimilaðar samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni (nánar tiltekið grein 45 og 46(2)).  Ef þú vilt vita hvernig þú getur fengið afrit af yfirliti yfir viðeigandi öryggisráðstafanir skaltu senda tölvupóst á privacy@nuskin.com.

Utan þess sem er útskýrt hér verður persónuupplýsingum þínum ekki deilt með þriðju aðilum nema þú veitir samþykki þitt fyrir því, ef þess er krafist til að geta framfylgt samningi við þig eða ef þess er krafist samkvæmt lögum.

Eins og rætt er að ofan þá viðurkennir þú að við megum deila persónuupplýsingum þínum með rekstrareiningum, sem eru staðsettar utan við búsetusvæði þitt, og að geyma megi persónuupplýsingar þínar á netþjónum sem staðsettir eru utan við búsetusvæði þitt, þ.m.t. í öllum löndum þar sem Nu Skin hefur formlega hafið starfsemi.

 

D. BÖRN

 

Sala á vörum Nu Skin beinist ekki að börnum. Þegar Nu Skin selur vörur fyrir börn verður fullorðinn einstaklingur að kaupa þær vörur.  Ef þú ert yngri en 18 ára er þér eingöngu heimilt að nota vefsvæðið í fylgd með foreldri eða forráðamanni. Nu Skin mun ekki:

(1) Óska eftir eða vísvitandi safna persónuupplýsingum frá einstaklingum yngri en 13 ára („börnum“);

(2) Vísvitandi nota eða deila persónuupplýsingum frá börnum með þriðju aðilum;

(3) Gera börnum kleift að birta opinberlega eða dreifa persónuupplýsingum sínu með öðrum hætti; og

(4) Ginna börn til þess að gefa upp persónuupplýsingar með boði um sérstaka leiki, verðlaun eða aðrar athafnir.

Við hvetjum ykkur til að þaka þátt í upplifun barna ykkar á internetinu og að fara yfir mikilvægar öryggisábendingar með hverju barni áður en hann eða hún vafrar um internetið.

 

E. VERKLAGSREGLUR UM ÖRYGGI

 

Nu Skin starfrækir örugg gagnanet sem varin eru af viðurkenndum eldveggjum og með aðgangsorði. Nu Skin notar einnig TLS, örugga rás, til að vernda sendingar á gögnum þínum. Eingöngu einstaklingar með heimild fá aðgang að þessum upplýsingum, í lögmætum viðskiptatilgangi.

 

F. VARÐVEISLA PERSÓNUUPPLÝSINGA

 

Persónuupplýsingar þínar eru varðveittar svo lengi sem þú viðheldur sambandi þínu við okkur, eða ert í samskiptum við okkur, og í allt að 10 ár eftir að því sambandi lýkur.

 

G. RÉTTINDI ÞÍN

 

Sem skráður einstaklingur á evrópska efnahagssvæðinu hefur þú rétt til að óska eftir, fá aðgang að, leiðrétta, eyða, takmarka eða mótmæla því hvernig við vinnum úr persónuupplýsingum þínum, sem og rétt til að flytja eigin gögn.  Þessi réttindi fela í sér:

·         möguleika á að fara yfir persónuupplýsingar sem við höfum í upplýsinga- og samskiptakerfum sem þú tengist,

·         möguleika á að gera sérhverjar leiðréttingar á þeim persónuupplýsingum,

·         möguleika á að fá upplýsingar um þá aðila sem persónuupplýsingunum gæti hafa verið deilt með,

·         möguleika á að óska eftir því að við eyðum persónuupplýsingum þínum,

·         möguleika á að takmarka hvernig við vinnum úr persónuupplýsingum þínum,

·         möguleika á að mótmæla því hvernig við vinnum úr persónuupplýsingum þínum,

·         möguleika á að óska eftir því að við sendum þér, eða öðru fyrirtæki, afrit af persónuupplýsingum þínum.

 

Við munum svara sérhverri beiðni þinni um að nýta ofangreind réttindi skráðra einstaklinga innan eins mánaðar. Við áskiljum okkur rétt til að framlengja þann tíma um tvo mánuði til viðbótar þar sem nauðsynlegt reynist, ef tekið er tillit til umfangs og fjölda beiðna sem við fáum frá þér.  

Þú getur einnig dregið samþykki þitt fyrir úrvinnslu persónuupplýsinga til baka, að því gefnu að úrvinnsla persónuupplýsinganna hafi grundvallast á slíku samþykki.

 

Að nýta réttindi þín:

Ef þú vilt nýja réttindi þín getur þú haft samband við okkur eða tengilið okkar í persónuvernd á:

Fyrirtæki

Persónuverndarfulltrúi

Nu Skin International Inc.

75 West Center Street,
Provo, 84601 Utah
Bandaríkin
+1 (801) 345-1505

privacy@nuskin.com

Mark Milne

75 West Center Street,

Provo, 84601 Utah

Bandaríkin

+1 (801) 345-1505

privacy@nuskin.com

NSE Products Europe BVBA

The Corporate Village

Building Elsinore

Da Vincilaan 9

1930 Zaventem

Belgía

+32 2 722 70 00

privacy@nuskin.com

 

Að hafa samband við eftirlitsyfirvöld:

 

Ef þú vilt leggja fram kvörtun um okkur skaltu hafa samband við viðkomandi eftirlitsstofnun í þínu landi. Þetta gæti verið eftirlitsstofnun í aðildarríkinu:

·         þar sem þú hefur fasta búsetu,

·         þar sem þú vinnur,

·         þar sem þú telur að brotið hafi átt sér stað.

 

Ef þú átt í vandræðum með að finna eftirlitsstofnun skaltu hafa samband við Mark Milne hér að ofan og óskað eftir aðstoð við að hafa samband við eftirlitsstofnun.  

 

H. Tengd vefsvæði

 

Á vefsvæðinu eru tenglar sem eru auðkennd orð eða myndir innan skjals með HTTP-samskiptareglum sem, þegar smellt er á þau, flytja þig á annan stað í skjalinu, í allt annað skjal eða á vefsvæði sem er í eigu annars fyrirtækis. Nu Skin hefur ekki stjórn á vefsvæðum sem eru í eigu annarra fyrirtækja og þau vefsvæði gætu falið í sér persónuverndarákvæði sem eru frábrugðin þeim sem hér koma fram. Nu Skin ber ekki ábyrgð á söfnun, notkun eða birtingu á upplýsingum sem safnað er í gegnum slík vefsvæði eða tengla og, að eins miklu marki og heimilt er samkvæmt gildandi lögum, Nu Skin afsalar sér sérhverri og allri ábyrgð á slíkri söfnun, notkun eða birtingu.

 

I. BREYTINGAR Á PERSÓNUVERNDARSTEFNU

 

Ef Nu Skin ákveður að breyta persónuverndarstefnunni mun það birta þær breytingar hér svo þú munir ávallt vita hvaða upplýsingum við söfnum og hvernig við gætum notað eða birt þær upplýsingar. Allar breytingar á þessari persónuverndarstefnu munu taka gildi um leið og þær hafa verið birtar á þessu vefsvæði. Persónuverndarstefnan var síðast endurskoðuð 20. apríl 2018.

 

VIÐAUKI: STAÐBUNDNAR EININGAR NU SKIN

Land

Staðbundnar einingar Nu Skin

Skráð skrifstofa

Belgía

Nu Skin Belgium NV

Da Vincilaan 9

Corporate Village, Building Elsinore

1930 Zaventem

+32 2 342 04 75

Danmörk

Nu Skin Scandinavia A/S

Havneholmen 25

1561 Copenhagen

+45 78 73 06 02

Þýskaland

Nu Skin Germany GmbH

Taunusstrasse 57

55118 Mainz

+49 6131 490 9108

Ungverjaland

Nu Skin Eastern Europe

Kft. Alkotás utca 48-50

1123 Budapest

+36 21 200 78 27

Noregur

Nu Skin Norway A/S

c/o Visma Services Norway A/S
pb. 342 Sentrum

0101 Oslo

+47 852 95 048

Hollan

Nu Skin Netherlands BV

Amundsenweg 2

5928 LT Venlo

+31 85 0021853

Divider