Pharmanex munurinn

New customer? Sign up today!
New customer? Sign up today!

Pharmanex munurinn

Pharmanex® - öðruvísi náttúrulegt heilsufyrirtæki

 

Munurinn er skýr: Pharmanex® setur viðmiðið í greininni hvað varðar vísindalega ráðvendni. Pharmanex® vísindamenn rannsaka hin náttúrulegu, heilsusamlegu ferli sem eiga sér stað í líkamanum og ákvarða hvernig fæðubótaefni geta eflt þessa starfsemi. Eftir að hafa íhugað þessa þætti eru einungis efni sem vitað er að eru örugg og áhrifarík í því að stuðla að bættri heilsu tekin yfir á næsta stig þróunarinnar.

Eftir að þau hafa verið valin, undirgangast öll innihaldsefni Pharmanex® stranga, vísindalega greiningu sem kallast 6S Gæðaferlið. Þetta einkaleyfisverndaða framleiðsluferli – sem byggt er á úrali, uppsprettu, samsetningu, stöðlun, öryggi og sönnun – gerir Pharmanex® kleift að vera í fararbroddi hvað varðar gæði og áhrifamátt. Fyrirtækið uppfyllir stöðugt eða fer fram úr stöðlum Góðs framleiðsluverklags (GMP) sem Matvæla- og Lyfjastofnunin (FDA) setur fyrir þennan vöruflokk.

Í dag leiða fleiri en 75 fastráðnir vísindamenn rannsókna- og þróunarteymi Pharmanex®. Þessir vísindamenn yfirfara útgefnar klínískar og vísindalegar rannsóknir til að finna jurtaefni sem gætu haft heilsusamlega eiginleika.

Pharmanex®, vörumerki fæðubótarefna sem byggð eru á vísindalegum grunni, er hluti af Nu Skin Enterprises, fyrirtæki sem stundar beina sölu um víða veröld og hefur starfsemi á 48 mörkuðum í Asíu, Ameríku og Evrópu.