6S gæðaferlið

New customer? Sign up today!
New customer? Sign up today!

6S gæðaferlið

Pharmanex 6S quality process keypoints

6S gæðaferlið

Pharmanex® notast við einkaleyfisverndaða tækni í framleiðsluferli sínu til að viðhalda þéttri gæðastjórnun í gegnum allt ferli vöruþróunarinnar. Lykillinn að stöðugum gæðum er 6S gæðaferli Pharmanex® eða undirstaðan að nálgun fyrirtækisins að vöruþróun.

 

 


Selection of Botanicals

Úrval

Til að finna jurtaefnin með áhrifaríkustu eiginleikana sem stuðla að bættri heilsu, hefur Pharmanex® á sínum snærum mörg teymi sérfræðinga frá Bandaríkjunum og Asíu. Þessi teymi framkvæma ítarlegar rannsóknir, safna saman, yfirfara og draga saman sögulega notkun og núverandi vitneskju um eiginleika og heilsuávinning jurtaefnis. Pharmanex stýrir einnig frumrannsóknum til að bera kennsl á ný jurtanæringarefni, í samstarfi með fagfólki um heim allan. Aðeins jurtaefni sem standast ítarlegar prófanir Pharmanex® á áreiðanleika, notagildi og öryggi koma til greina.


potential sources of the botanical

Uppsprettur

Þegar Pharmanex® hefur á annað borð ákveðið að byrja með ákveðið jurtaefni, hefst teymi handa við að rannsaka mögulegar uppsprettur jurtaefnisins og framkvæmir ítarlega greiningu á sýnishornum frá hverri uppsprettu. Uppsprettur geta verið innlendar eða erlendar og gætu verið ræktunarsvæði Pharmanex® í Mainland Kína og Chile. Pharmanex® velur birgja eftir gæðum og styrk virkra innihaldsefna sem er að finna í sýnishornum frá viðkomandi uppsprettu.


Chemical structures in standardised extracts

Samsetning

Pharmanex® notar nýjustu greiningartækni, er í samvinnu við virta háskóla og rannsóknastofur, bæði í Mainland Kína og Bandaríkjunum og framkvæmir greiningar á samsetningu þeirra náttúrulegu efnasambanda sem er að finna í völdum jurtaefnum. Þessar greiningar einangra og hreinsa sértækar efnasamsetningar í stöðluðum seyðum sem er þýðingarmikið skref í því að tryggja öruggt og áhrifaríkt jurtaefni.

 


proprietary standardisation processes

Stöðlun

Mikill breytileiki hvað varðar virk innihaldsefni einkennir öll jurtaefni. Pharmanex® betrumbætir virk innihaldsefni vöru með ströngum, einkaleyfisvernduðum stöðlunarferlum (á a.m.k. einni viðeigandi merkisameind). Í hverju hylki af er sama magn af virku innihaldsefni.


We ensure the safety of our products

Öryggi

Pharmanex® er í fararbroddi við að koma á ströngum stöðlum til að tryggja öryggi vara sinna. Vísindamenn stunda rannsóknir og skrá sögu notkunar og öryggis vörunnar. Magn þess virka innihalds sem notað er byggist á þeim skammtastærðum sem klínískar prófanir hafa sýnt fram á að hafa áhrif og eru studdar af útgefnum gögnum sem eru á skrá hjá Pharmanex®. Hver umbúðamiði vöru inniheldur leiðbeiningar fyrir notkun og viðeigandi varúðarupplýsingar.


adherence to scientific standards for substantiation

Sönnun

Pharmanex® notar aðeins vörustaðhæfingar sem hafa verið studdar af skrásettum frumstigsrannsóknum og klínískum rannsóknum. Fyrirliggjandi klínísk gögn eru yfirfarin og þegar nauðsyn krefur kostar Pharmanex® rannsóknir á vörum sínum. Gögn úr sumum þessara rannsókna eru svo lögð fyrir meiriháttar alþjóðleg fagtímarit til yfirlestrar. Þessi hollusta við vísindalega staðla hjálpar til við að gera Pharmanex® að frumkvöðli í iðnaðargeira náttúrulegra heilsugæsluvara. Natni við smáatriði, strangar vísindalegar prófanir og gæðaskuldbinding tryggir að allar Pharmanex® vörur eru algjörlega öruggar og áhrifaríkar. 6S gæðaferlið hefur gert Pharmanex® kleift að verða leiðtogi í iðnaðinum hvað varðar gæði og áhrifamátt.